Svíþjóð íbúarnir,
Sweden: Flag


SVÍÞJÓÐ
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Langflestir íbúa landsins eru af skandínavísku og germönsku bergi brotnir, margir ljósir yfirlitum með blá augu.  Fjöldi sama í norðanverðu landinu er í kringum 17.000.  Innflytjendum, m.a. Finnum, Júgóslövum, Írönum, Norðmönnum, Dönum, Tyrkjum, Sómölum, Ameríkönum, Sílemönnum og fleirum, hefur fjölgað, einkum í kjölfar stríðsins í Balkanríkjunum.  Þýzkaland hefur tekið við flestum flóttamönnum frá fyrrum Júgóslavíu og Svíþjóð er í öðru sæti.  Árið 1994 bjuggu u.þ.b 538 þúsund innflytjendur í landinu.

Áætlaður íbúafjöldi landsins árið 1996 var 8,9 milljónir (20 manns á hvern ferkílómetra).  Lífslíkur frá fæðingu fyrir karla var 75 ár og konur 81 ár.  Suðurhluti landsins er mun þéttbýlli en norðurhlutinn, þar sem stór svæði eru mjög strjálbýl.  Einungis 16% þjóðarinnar búa í dreifbýli. Landinu er skipt í 24 lén (sjá sérkafla).  Hvert þeirra hefur sýslumann og sýsluráð, sem er kosið í almennum kosningum.

Helztu borgir landsins eru Stokkhólmur (höfuðborg; stærst), Gautaborg (iðnaðar- og hafnarborg) og  Malmö (verzlunar- og hafnarborg),  Aðrar borgir:  Uppsala, Linköping, Örebro, Norrköping og Västerås.

Trúarbrögð.  Í kringum 88% íbúanna aðhyllast lúterstrú og Evangelísk-lúterska kirkjan hefur verið ríkiskirkja síðan 1593.  Árið 1995 var hafinn undirbúningur að aðskilnaði ríkis og kirkju.  Börn verða ekki lengur sjálkrafa meðlimir við fæðingu.  Landinu er skipt í þrettán biskupsdæmi.  Meðal annarra trúarbragða mótmælenda eru baptistar, meþódistar, trúboðskirkjan, gyðingakirkjan og hjálpræðisherinn.  Langflest önnur trúarbrögð heims eru stunduð í landinu, aðallega meðal innflytjenda.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM