Kazakhar
eru af tyrkneskum uppruna og forn hirðingjaþjóð.
Landið komst fyrst undir yfirráð Rússa um 1730 en Kazakhar
gerðu uppreisn undir lok 18. aldar.
Rússar tryggðu yfirráð sín frekar í byrjun 19. aldar og um
1830 hófu þeir að flytja Úkraínumenn og Rússa til Kazakhstan.
Þetta vakti ólgu meðal Kazakha, sem börðust gegn rússneskum
yfirráðum.
Árið
1917 kröfðust þeir fulls sjálfstæðis en Rauði herinn náði
landinu á sitt vald og Kazakhstan varð sjálfstætt lýðveldi innan
sovjezka ríkjasambandsins 1920 og lýðveldi innan sovjeska ríkjasambandsins
1920 og lýðveldi í Sovjetríkjunum 1936.
Forseti
landsins, Nursultan Nazarbajev, er náinn samstarfsmaður og skoðanabróðir
Jeltsíns Rússlandsforseta. Hugsast
getur, að Kazakhstan og Rússland leiki aðalhlutverkið í nýju,
lausbundnara ríkjasambandi, sem kann að myndast á rústum Sovétríkjanna. |