Kazakhstan efnahagur,
Flag of Kazakhstan


KAZAKHSTAN
EFNAHAGUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Verg þjóðarframleiðsla Kazakhstan árið 1991 var US$ 41,7 miljarðar (US$ 2.470..- á mann).  Efnahagur landsins var byggður á landbúnaði að langmestu leyti fyrrum en iðnvæðing landsins var hröð á Sovéttímanum.  Siðla á þriðja áratugi 20. aldar var hlutfall iðnaðar aðeins 15% af heildarframleiðslunni en var í kringum 40% á tíunda áratugnum og krafðist u.þ.b. 20% vinnuaflsins.  Námuvinnsla er langmikilvægasti hluti iðnaðarins, því að í landinu eru mestu birgðir króms, tungsten, kopars, blýs og sinks, sem til voru í Sovétríkjunum gömlu.  Kol, mangan, nikkel, járngrýti, króm, glerhallar og kóbalt eru einnig unnin úr jörðu.  Birgðri olíu og náttúrugass fundust árið 1960 við Kaspíahafið.  Irtysh-Qaraghandy-skipaskurðurinn, hinn stærsti sinnar tegundar í gömlu Sovétríkjunum, var byggður til að tryggja flutninga til og frá námunum í miðnorðurhluta landsins.  Rannsóknir hafa sannað að þær eru mjög auðugar og laðað að sér erlenda fjárfesta.  Kazakar hreinsa ekki næga olíu til eigin þarfa og áætlanir eru uppi um að jafna leika.  Meðal þess, sem framleitt er í landinu, er sement, járn og stál, áburður og vefnaðarvörur.  Baikonur eldflaugastöðin, hin fremsta í fyrrum Sovétríkjunum, er í Kazakhstan.    

Landbúnaður nemur þriðjungi nettóþjóðarframleiðslunnar og nýtir 16% vinnuaflsins.  Hann breyttist gífurlega á 20. öldinni.  Fyrir 1920 byggðist hann aðallega á hirðingjum með hjarðir sínar.  Ull, kjöt, mjólk og aðrar búfjárafurðir eru enn þá mikilvægar en hirðingjar sveima ekki lengur um gresjur.  Á Sovéttímanum var akuryrkja aukin verulega með áveitum.  Kazakhstan framleiðir mikið af hveiti, sem er aðallega ræktað í norðurhluta landsins.  Meðal annarra ræktunartegunda eru hrísgrjón og baðmull, sem eru ræktuð á áveitusvæðum í suðurhlutanum.

Efnahagslegar umbætur hafa verið hægar, þótt Kazakhstan sé eitthvert nútímalegasta lýðveldið í Mið-Asíu.  Mikil einkavæðing, sem fékk verulega umfjöllum í fjölmiðlum, var stöðvuð snemma árinu 1993.  Henni var haldið áfram í nóvember sama ár, þegar ríkisstjórnin fór að gefa út einkavæðingarbeiðnir.  Þrátt fyrir þessar ráðstafanir voru mörg fyrirtæki lengi undir handarjaðri ríkisins.  Ríkið á meirihluta í mörgum einkavæddum fyrirtækjum og hefur hönd í bagga með samningum, framleiðslu og dreifingu.  Kazakar fóru að nota sinn eigin gjaldmiðil, tenge, í nóvember 1993.  Áður notuðu þeir kazösku rúbluna, sem hafði sama verðgildi og hin rússneska og var prentuð í Rússlandi.

Kazakhstan hefur tengzt fjármálamörkuðum og efnahagslífi heimsins í gegnum erlenda fjárfesta, sem hafa einkum sýnt olíulinda- og gassvæðum áhuga.  Snemma árið 1993 undirritaði ríkisstjórnin samning við bandaríska fyrirtækjarisann Chevron Corporation um sameiginlegar rannsóknir og þróun hins gríðarstóra olíusvæðis Tengiz.  Í janúar 1994 var tekið upp fríverzlunarsamband við Uzbekistan og skömmu síðar bættist Kyrgizstan í hópinn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM