MONGÓLÍA
MEIRA

Map of Mongolia

Mongólía meira,
Flag of Mongolia

Booking.com

NÁTTÚRAN
SAGAN
EFNAHAGUR
SKOÐUNARVERT
FERÐAÞJÓNUSTA HAGNÝTAR  UPPLÝSINGAR

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Ytri-Mongólía er meðal strjálbýlustu landa jarðar.  Chalcha-ættbálkurinn telur 75% þjóðarinnar.  Næstir að fjölda koma Vestur-Mongólar og Burjat-Mongólar.  Kasakar, Rússar og kínverjar fylla upp í það, sem á vantar.  Fjórðungur frumbyggja landsins býr nú í höfuðborginni, Ulan Bator, og u.þ.b. 130.000 þeirra búa í öðrum borgum landsins.

Árið 1930 voru langflestir íbúanna Búddatrúar (lama), en síðan hefur stöðugt dregið úr fjölda fylgjenda þessara trúarbragða sem og annarra vegna áróðurs og aðhaldsstefnu stjórnvalda á trúarsviðinu.

Mongólska er ríkismálið.  Það er af altaiíska tungumálastofninum.  Venjulega er það skrifað með hinu rússneska kýrílíska letri.  Við sérstök tækifæri er ígúríska letrið notað nú á dögum.

Skólakerfi landsins hefur verið í stöðugri þróun frá stofnun alþýðulýðveldisins árið 1924.  Almenn skólaskylda komst á árið 1960 og nú hefur ólæsi næstum verið útrýmt.  Í landinu öllu eru 7 háskólar en iðnmenntun fær fólk í nágrannaríkinu Rússlandi.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM