Mongólía efnahagur,
Flag of Mongolia


MONGÓLÍA
EFNAHAGUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Aðalgrein landbúnaðarins í landinu er kvikfárrækt og 84% landsins eru nýtt sem beitiland.  Upprunalega ráfuðu hirðingjar um gresjurnar og ráku með sér búsmala sinn.  Þeir hafa nú verið kyrrsettir á samyrkjubúum.  Það er ekki hægt að tryggja reglulegt framboð kjötvara, þar sem búskaparhættir samyrkjubúanna byggjast ekki enn þá á nauðsynlegri fóðuröflun til vetrarins.  Því er stöðugt stærri hjörðum beitt úti á veturna (kameldýrum, hestum, nautgripum, sauðfé og geitum) og afföllin eru mikil vegna ónógrar beitar og vatnsskorts.  Kjöt og mjólkurnytjar af búsmalanum eru líka mun minni en t.d. í Evrópu.

Akuryrkja byrjaði fyrst í einhverjum mæli á sjötta áratugi 20. aldar og stuttur vaxtartími, 95-110 dagar, á ári setur hagkvæmri ræktun mjög þröngar skorður.

Loðdýraveiði er allmikilvæg, því hún stendur undir u.þ.b. 20% útflutnings landsins.

Iðnvæðing hófst líka á sjötta áratuginum.  Hún er enn þá að mestu bundin við fullvinnslu landbúnaðarafurða.  Auk leður- og matvælaframleiðslu hefur vefnaður, timburvinnsla, einföld vélsmíði og áhaldasmíði talsverða þýðingu.  Áherzla er lögð á orkuframleiðslu.

Meðal jarðefna, sem finnast í jörðu í landinu, eru stein- og brúnkol, járn-, volfram-, kopar- og molybdengrýti.  Allmikið er af þessum efnum í jörðu, en það er skammt síðan aukinn kraftur var settur í vinnslu þeirra.  Brúnkolin eru efst á listanum, því að þau eru notuð til orkuframleiðslu.

Samgöngur eru lítt þróaðar.  Lítill hluti vegakerfisins er með bundnu slitlagi og stór hluti þess er ófær hluta af árinu.  Úlfaldalestirnar eru því enn þá hluti af samgöngukerfinu, einkum uppi í fjöllum og í eyðimörkinni.  Mikilvægasta samgönguleiðin er járnbrautin (sovézk breiðbraut), sem tengir Rússland og Kína (mjótt spor).  Eini alþjóðlegi flugvöllur landsins er við Ulan Bator.  Innanlandsflugið, sem er allviðamikið, annast ríkisflugfélagið Air Mongol-Miat.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM