Ulan
Bator
(Ulaan
Baatar; hét Urga til 1924; 420.000 íb.)
Ulan
Bator er höfuðborg landsins og mikilvægasta samgöngumiðstöð
landsins. Þar hafa allir,
sem ferðast um Ytri-Mongólíu milli Kína og Rússlands, viðkomu.
Borgin
byrjaði að byggjast árið 1778, þegar Urgaklaustrið var flutt þangað.
Árið 1924 var borgin skírð Ulan Bator (Rauða hetjan). Síðan á sjötta áratugnum hafa verið reistar nýjar stjórnsýslubyggingar
og íbúðarhús, þar sem áður stóðu leirkofar.
Í útjaðri borgarinnar standa enn þá kringlóttir kofar úr
flóka, hefðbundin heimkynni hirðingjanna.
Borgina
prýða breið stræti, fallegar byggingar og risastór minnismerki.
Friðargatan, sem liggur frá austri til vesturs, skiptir
innborginni í tvennt. Í
miðborginni er hið stóra Suhbaatartorg með riddarastyttu af þjóðhetjunni.
Norðan við torgið er stjórnarhöllin, norðaustan þess er Trúabragðasafnið,
fyrrum klaustur, þar sem er að finna talsvert safn dansgrímna.
Aðeins norðar er Þjóðminjasafn landsins, þar sem sýnd er
saga þjóðarinnar, flóra og fána (m.a. beinagrind dínósárusar,
sem fannst í Góbíeyðimörkinni).
Þar að auki er listasafn með trúarlegum málverkum og höggmyndum,
borgarsögusafn (austan Friðargötu) og minningarsafn um mongólska
rithöfundinn Natsagdorj í borginni.
Aðalathygli
ferðamanna vekur klaustrið *Gandan Lamasery í norð-vesturjaðri
borgarinnar, þar sem sagt er, að rúmlega 100.000 Buddhamunkar hafi búið
eitt sinn. Nú búa þar tæplega
100 munkar. Þar eru
haldnar guðs-þjónustur, sem eldra fólk tekur helzt þátt í, þrátt
fyrir andstöðu yfirivalda. Dýrgripir
klaustursins eru til sýnis, þ.m.t. gömul handrit á mongólsku, tíbezku
og mandsú.
Í
suðurhluta borgarinnar, nokkurn veginn miðleiðis milli ánna Selbe og
Tuul, er fyrrum höll Bogdo Gegen (Hutukhtu eða hins lifandi Búdda;
hinn síðasti dó árið 1924), sem er nú safn. Sambyggt klaustur geymir fjölda dýrmætra listmuna.
Á
leiðinni til Terelj er mælt með, að fólk heimsæki samyrkjubú, þar
sem hægt er að fylgjast með hefðbundnum kappreiðum og jafnvel lítil
börn sýna listir sínar. Þar
er líka sýnt, hvernir hestar eru snaraðir á mongólskan hátt.
AÐRIR
SKOÐUNARVERÐIR STAÐIR
Hujirt
er
heilsubótarstaður með laugum 330 km suðvestan Ulan Bator.
Gestir gista á heilsuhælinu á staðnum, en þar eru einungis
tvö herbergi með baði. Þetta svæði er líka þekkt fyrir 'kumys', sem er gert úr
kaplamjólk.
*Karakorum.
(Svarta mölin) er rústaborg, sem var höfuðborg ríkis Mongóla á dögum
Djengis Khan og arftaka hans. Þangað
ekur fólk í rútum og jeppum eða ríðandi á kamelum.
Kínverjar lögðu borgina í rúst á 17. öld.
Þar
er líka elzta klaustur Mongólíu (16. öld), Erdenedzuu, sem var
reist úr rústum Karakorum.
Orchonfossarnir
eru líka verðugt skoðunarefni á þessum slóðum.
Á leiðinni þangað eru mongólskar og tyrkneskar grafir.
**Góbíeyðimörkin.
Þeir,
sem vilja komast inn í eyðimörkina, ferðast á kamelbaki frá
Danandzadgad og gista í ágætum hirðingjakofum.
Í leiðinni er einnig hægt að skoða hesta- og kamelræktarstöð
eða að leggja lykkju á leið sína til að skoða Gurvan Sayhan
(Fegurðardísirnar þrjár) í Gobi-Altaifjöllum.
Vestast
í landinu er héraðshöfuðborgin
Kobodo
(Hovd), sem stendur við rætur hinna fögru Altaifjalla.
Þangað er gaman að fara.
Flugsamgöngur
eru á milli Hujirt, Daladzadgad og Kobodo og Ulan Bator. |