Mongólía landið náttúran,
Flag of Mongolia


MONGÓLÍA
NÁTTÚRAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið allt er víðáttumikið hálendissvæði í Mið-Asíu.  Það liggur á milli 87° og 120°A og 41° og 52°N.  Rúmlega 80% landsins liggja yfir 1000 m hæð yfir sjó.  Helztu fjallgarðar eru Altaifjöll (Ektag) í vesturhlutanum með hæsta tindi landsins (4362m), Gobi-Altaifjöllin í suðvesturhlutanum og Changai-fjöll í miðhlutanum.  Í austurátt teygist öldótt hálendisslétta, sem miklar lægðir skera í sundur.  Í suðurhlutanum eru víðáttumiklar gresjur og eyðimörkin Gobi.  Einu árnar, sem skila vatni frá Ytri-Mongólíu til sjávar eru Selenga og Orchon (um Bækalvatn).  Í hinum miklu lægðasvæðum hafa myndast sölt stöðuvötn og fen, því að þangað streyma flestar ár landsins.

Loftslag. 
Hin mikla fjarlægð landsins frá og hæð þess yfir sjó stuðlar að hinu hreina meginlandsloftslag. Flestum Evrópumönnum finnst það heldur ókræsilegt, því að mestan hluta árs er meðalhitinn undir frostmarki (nóv.-marz -12 til -26°C).  Meðalsumarhitinn er milli 14°C og 16°C og oft er ágætlega hlýtt yfir hádaginn (oft allt að 30°C).  Eitt einkenni meginlandsloftslagsins eru miklar hitasveiflur (að meðaltali 42°C) og líka lítil úrkoma, sem fellur aðallega á sumrin (meðalúrkoma nyrzt 400 mm og syðst 100 mm).

Gróðurinn hefur lagað sig að þessum aðstæðum og mestu hluti hans er gras.  Í norðurhlutanum er undantekning frá þessari reglu, því að þar vaxa fjallagrenitré.  Þegar sunnar dregur verður þurrara og gresjurnar, eyðimerkurgresjur og eyðimörkin tekur við.  Sums staðar uppi í fjöllum, þar sem úrkoman er mest þrífst fjölskrúðugri fjallaflóra.

Dýralíf landsins var forðum mjög fjölbreytt.  Þar var mikið um alls konar gresjudýr, sem eru horfin.  Enn þá má m.a. sjá villt kameldýr og tígrisdýr.  Sjaldgæfir fuglar svífa enn þá vængjum þöndum yfir fjöllunum og gresj-unum.  Við stöðuvötnin eru m.a. pelíkanar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM