Engum
erlendum gestum er leyft að ferðast um landið nema í fylgd með
opinberum fylgdarmanni og túlki.
Flugleiðis: Með
tilliti til ófullkomins vegakerfis landsins, er flugið bezti og hægasti
ferðamátinn. Héraðshöfuborgirnar
eru tengdar flugsamgöngum við höfuð-borgina Ulan Bator og ríkisflugfélagið
Air Mongul-Miat sér um þær.
Járnbrautir: Um
landið liggja u.þ.b. 1500 km langar járnbrautir (rússneskt breiðspor),
sem ríkisfyrirtækið MR annast samgöngur á.
Aðalbrautin liggur um landið frá norðri til suðausturs
(Transmongolian). Hliðarspor
liggja milli nýja iðnaðarsvæðisins Darhan og Erdenet í miðjum norðurhlutanum
og milli Choybalsan og Ereencav í norðausturhlutanum og áfram þaðan
til Borzya við Síberíubrautina í Rússlandi.
Vegakerfið: Vegakerfi
landsins er mjög ófullkomið og aðeins lítill hluti þjóðveganna
er með bundnu slitlagi. Reglulegar
samgöngur með rútum eru ekki til.
Hægt er að leigja sér fjórhjóladrifin farartæki með bílstjórum
til ferða um vegi landsins.
Gisting: Þegar
gestir hyggjast dvelja í Ulan Bator, geta þeir valið um gistingu í
Hotel Ulan Bator (130 herb.; sjónvarp) eða Bayangol.
Bæði hótelin bjóða hér um bil þau þægindi, sem vestrænir
gestir eru vanir. Aðrir
valkostir eru frumstæðir, nema heilsubótarstaðurinn Hujirt.
Þegar
haldið er í margra daga ferðir út í Góbíeyðimörkina, er gist í
hefðbundnum hirðingjakofum. |