Mongólía hagnýtar upplýsingar,
Flag of Mongolia


MONGÓLÍA
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sendiráð Ytri-MongólíuSendiráð, Al. Ujazdowskie 12, PL-00478 Warszawa, Pólland.  Sími:  28 1651.  (Nær yfir Þýzkaland, Austurríki og Sviss).

UpplýsingarFerðamálaráð ríkisins:  Zhuulchin, Ulan Bator.

Ríkisflugfél.:  Air Mongol-Miat, flugvellinum, Ulan Bator.  S.: 1072240

FerðapappírarAllir erlendir gestir þurfa að hafa gild vegabréf og áritanir, sem fást í sendiráðum eða ræðisskrifstofum Mongólíu erlendis.  Áritanir fást einungis fyrir hópa ferðamanna og gilda aðeins á og umhverfis tengiveginn milli Kína og Rússlands.  Vegna þessara takmarkana er einnig nauðsynlegt að hafa áritanir fyrir heimsóknir til Kína og Rússlands.  Ekki er krafizt bólusetningarvottorðs við komuna til landsins.

Tollur
Það er heimilt að flytja með sér alla persónulega muni, sem eru nauð-synlegir.  Þess er krafizt, að öll verðmæti séu skráð við komuna til landsins.  Sérstök leyfi þarf fyrir veiðivopn.

Það er algerlega bannað að flytja út mongólska listmuni, sögulegar bók-menntir og skjöl.

Tollskoðun er ströng og tillitslaus.

Gjaldmiðill1 tugrik (tögrög, tugrug; tug.) = 100 mongo (möngö, mungu).  Seðar:  1, 3, 5, 25, 50 og 100 tug.  Myntir (allar kringlóttar):  1, 2, 5, 10, 15, 20 og 50 mongo.  Safnarar sækjast eftir silfurpeningum (25 og 50 tug.) og gullpening-um (750 tug.).  Letrið á seðlum og mynt er kýrílískt.
Þess er krafizt að gestir gefi upp erlendan gjaldeyri, sem þeir koma með til landsins.  Ríkisbankar og hótel Ulan Bator skipta reiðufé og ferðatékkum.  Það er nauðsynlegt að fá kvittanir fyrir öllum kaupum og halda þeim til haga til að sýna þær við brottför.

Kreditkort eru ekki notuð sem gjaldmiðill í Mongólíu.

UmferðarreglurHægri umferð.

TungumálMongólska er opinbert- og talmál í landinu.  Letrið er rússneskt-kýrílískt.  Helzta erlend tunga er rússneska.

KlukkanYtri-Mongólia nær yfir þrjú tímabelti.  Tímamunur milli Íslands og Mongólíu er + 8, 9 og 10 klukkustundir.  Í miðbeltinu er klukkunni seinkað og flýtt eftir árstíðum.

Mál og vogMetrakerfið gildir opinberlega í landinu, en víða eru gömlu mælieining-arnar enn þá notaðar.

Rafmagn: Í Ulan Bator eru 220 volta riðstraumur, 50 hertz.

Póstur og sími Flugpóstur til Evrópu:  Venjulegt bréf 120 mongo.  Það er hægt að skila pósti í aðalpósthúsið í Ulan Bator.
Það er hér um bil ómögulegt að ná símasambandi frá landinu.

Lögboðnir frídagar1. janúar, 8. marz, 1. maí, 12. júní og 8. nóvember.

Viðskiptatími:
Opinberar stofnanir
:  Mánud.-föstud. kl. 08:00-17:00, laugard. 08:00-12:00.
Bankar:  Mánud.-föstud.  kl. 10:00-15:00, laugardaga fyrir hádegi.
Nokkrar verzlanir í Ulan Bator eru opnar til kl. 20:00 á virkum dögum.

FatnaðurÞað er hyggilegt að hafa með sér hlýjan fatnað á sumrin og skilyrðislaust á veturna (kápu, frakka, stígvél, vettlinga, höfuðföt, anúrak).  Það eru fáar verzlanir, sem selja dýrt og lítið úrval hlífðarfatnaðar í landinu.

FERÐALEIÐIR  og  SAMGÖNGUTÆKI
Koman til landsins
FlugÞað er einn alþjóðlegur flugvöllur í landinu:  Ulan Bator (Buyant Ukha; 15 km utan borgarinnar).  Þangað flýgur rússneska ríkisflugfélagið Aeroflot reglulega.  Mongólska flugfélagið Air Mongol-Miat þjónar á leiðinni milli Ulan Bator og Irkutsk í Rússlandi.  Krafizt er flugvallarskatts við brottför.

JárnbrautirÞað er hægt að komast til Mongólíu með lestum frá Rússlandi og Kína.  Frá Rússlandi liggur hliðarspor frá Síberíusporinu suður til Mongólíu.  Það verður að skipta um lestir við kínversku landamærin vegna mismunandi sporvíddar brautanna.

ÞjóðvegirÞað er ekki hægt að koma akandi til Mongólíu vegna þess, hve vegakerfið er ófullkomið.

FERÐIR  INNANLANDS
Engum erlendum gestum er leyft að ferðast um landið nema í fylgd með opinberum fylgdarmanni og túlki.

FlugleiðisMeð tilliti til ófullkomins vegakerfis landsins, er flugið bezti og hægasti ferðamátinn.  Héraðshöfuborgirnar eru tengdar flugsamgöngum við höfuð-borgina Ulan Bator og ríkisflugfélagið Air Mongul-Miat sér um þær.

JárnbrautirUm landið liggja u.þ.b. 1500 km langar járnbrautir (rússneskt breiðspor), sem ríkisfyrirtækið MR annast samgöngur á.  Aðalbrautin liggur um landið frá norðri til suðausturs (Transmongolian).  Hliðarspor liggja milli nýja iðnaðarsvæðisins Darhan og Erdenet í miðjum norðurhlutanum og milli Choybalsan og Ereencav í norðausturhlutanum og áfram þaðan til Borzya við Síberíubrautina í Rússlandi.

Vegakerfið
Vegakerfi landsins er mjög ófullkomið og aðeins lítill hluti þjóðveganna er með bundnu slitlagi.  Reglulegar samgöngur með rútum eru ekki til.  Hægt er að leigja sér fjórhjóladrifin farartæki með bílstjórum til ferða um vegi landsins.

GistingÞegar gestir hyggjast dvelja í Ulan Bator, geta þeir valið um gistingu í Hotel Ulan Bator (130 herb.; sjónvarp) eða Bayangol.  Bæði hótelin bjóða hér um bil þau þægindi, sem vestrænir gestir eru vanir.  Aðrir valkostir eru frumstæðir, nema heilsubótarstaðurinn Hujirt.

Þegar haldið er í margra daga ferðir út í Góbíeyðimörkina, er gist í hefðbundnum hirðingjakofum.

MATUR  og  DRYKKUR
MaturÍ veitingastað hótelsins Ulan Bator eru boðnir alþjóðlegir réttir, en í öðrum hótelum og veitingastöðum er borinn fram mongólskur matur.  Nokkrir matsölustaðir bjóða líka rússneskan mat (Borshtsh).

DrykkurÍ höfuðborginni, Ulan Bator, er boðinn mongólskur og þýzkur bjór (DDR).  Áfengi, sem er í boði, er helzt vodka og kumys, sem er unninn úr gerjaðri kaplamjólk.

InnkaupVinsælustu minjagripirnir eru silfurmunir (kumysbollar), útskornir gripir úr fílabeini og tré, þjóðbúningar og hljómplötur með mongólskum þjóðlögum.  Þessa muni er hægt að kaupa við tiltölulega háu verði í verzluninni Univermag í Ulan Bator.  Í lítilli sérverzlun í hótel Ulan Bator er hægt að kaupa ýmsan vestrænan varning (t.d. vindlinga) gegn erlendum gjaldeyri.

AFÞREYING
NæturlífiðNæturlífið í Ytri-Mongólíu er ekki upp á marga fiska.  Í hótel Ulan Bator er boðin danstónlist, annaðhvort lifandi eða leikin af plötuspilara.

LeiklistRíkisóperan flytur bæði innlend og erlend verk og balletsýningar.
Ríkisfjölleikahúsið býður líka sýningar.
Leikhópar sýna þjóðdansa og syngja þjóðlög.
Brúðuleikhús er líka rekið.
Kvikmyndahús sýna einkum rússneskar myndir.

ÍþróttirÞjóðaríþróttir Mongóla eru:  Glíma, bogfimi og veðreiðar.
Árleg íþróttahátíð, Nadom' er haldin í Ulan Bator (11. júlí).
Á veturna eru haldnar glímukeppnir í íþróttahöllinni.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM