Lýðveldið
Líbanon er langt og mjótt arabaríki við botn Miðjarðarhafsins.
Strönd landsins er u.þ.b. 217 km löng og meðalbreidd landsins
er 48 km. Norðan þess er Sýrland, og Ísrael í suðri.
Heildarflatarmál þess er 10.230 km².
Höfuðborgin og jafnframt hin stærsta er Beirút.
Tveir fjallgarðar liggja samsíða gegnum landið endilangt og láglendi
með ströndum fram er víðast fremur mjótt.
Anti-Líbanon-fjöll eru í austurhlutanum meðfram landamærunum að
Sýrlandi. Milli fjallgarðanna er hinn frjósami Bekaa-dalur, sem
liggur nokkuð hátt yfir sjó. Hann
fær vatn frá aðalmóðu landsins, Litani, sem rennur til suðurs og síðan
beint til vesturs um djúpt gljúfur og hverfur í Miðjarðarhafið.
Miðjarðarhafsströndin nýtur hlýrra sumra og mildra og rakra
vetra. Á sumrin er heitt og
þurrt í Bekaa-dalnum og veturnir eru svalir.
Vesturfjallgarðurinn tekur til sín mikinn raka á veturna.
Miðjarðarhafsströndin
nýtur hlýrra sumra og mildra og rakra vetra.
Á sumrin er heitt og þurrt í Bekaa-dalnum og veturnir eru svalir.
Vesturfjallgarðurinn tekur til sín mikinn raka á veturna.
Flóra landsins er mismunandi eftir hæð yfir sjó og loftslagi.
Með ströndinni eru lundir appelsínu- og ólífutrjáa og þar rækta
bændur líka banana, fíkjur, vínber og aðra ávexti.
Epli og karftöflur eru ræktaðar í undirhlíðum fjallanna.
Í Bekaa-dalnum er ræktað tóbak, grænmeti, baðmull, korn og múlber.
Uppi í fjöllum er jarðvegurinn víðast ófrjósamur og eyðing
jarðvegs hefur valdið því, að náttúrulegur gróður er að mestu
horfinn. Sedrustrén, sem
landið er frægt fyrir, vaxa eingöngu á vernduðum svæðum.
.
|