Tripoli
eða
Tarabulus ash-Sham er borg við Miðjarðarhafið í Norðvestur-Líbanon.
Hún er samgöngumiðja í járnbrauta- og þjóðvegakerfinu og
þar endar olíuleiðsla frá Sádi-Arabíu.
Aðalatvinnugreinar eru sápuframleiðsla, tóbaksrækt,
svampaveiðar og olíuhreinsun.
Sítrusávextir, olía og ull eru meðal helztu útflutningsvaranna.
Borgin var stofnuð eftir árið 700 f.Kr. og var ein höfuðborga
sambandsríkja
Fönikíumanna.
Árið 638 tóku
múslimar hana og árið 1109 náðu krossfarar henni á sitt vald.
Hún eyðilagðist í stríðinu við Egypta árið 1289 en var
endurbyggð og varð hluti af Ottómanaveldinu.
Árið 1920 varð hún hluti af Líbanon.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1985 var hálf milljón. |