ÍBÚARNIR.
Líbanon
er fremur þéttbýlt land en íbúarnir eru misdreifðir um það.
Árið 1988 var Íbúafjöldinn rúmlega 2,8 milljónir.
Flestir þeirra eru arabar.
Palestínumenn eru innan við 10% heildarfjöldans.
Opinber tunga landsins er arabíska en margir tala líka ensku og
frönsku.
Til
skamms tíma stóðu margs konar trúfélög að ríkisstjórnum
landsins. Múslimar eru rúmlega
helmingur þjóðarinnar og kristnir að mestu hinn hlutinn.
Sunnítar og shítar eru meirihluti múslima.
Drúsar eru grein af islam.
Kúrdar mynda sérstakan hóp múslima og nokkuð er um gyðinga.
Marónítar er stærsti trúarhópur kristinna en þarna eru einnig hópar
rétttrúaðra og armensk-katólskra.
Flestir íbúanna tala arabísku en nokkrir hópar nota stundum
eigið tungumál sín á milli.
Í
kringum 80% landsmanna eru læsir og skrifandi.
Meðal þjóðarinnar er margt velmenntað fólk á mörgum sviðum
(heilbrigðissviði sem öðrum), einkum meðal kristinna (marónítar).
Helztu menntastofnanir landsins eru Háskóli hl. Jósefs, Ameríski
háskólinn, Líbanski háskólinn og Arabíski háskólinn (allir í
Beirút). Rúmlega
helmingur skólafólks sækir sveita- eða trúboðsskóla en aðrir
almenna skóla. Þetta
fyrirkomulag veldur aðskilnaðartilfinningu, því að fólki finnst frá
unga aldri, að það tilheyri fremur viðkomandi samfélagi en þjóðfélaginu
í heild. |