Landsvæðið,
sem heitir Líbanon nú á dögum, var undir stjórn margra ríkja í
fornöld, s.s. Fönikíumanna, Grikkja, Rómverja og Býzantínumanna.
Kristnin festi þar rætur á 5. öld og islam tveimur öldum síðar.
Öldum
saman var fjalllendið farartálmi, sem kom í veg fyrir, að herraþjóðir
Líbana kúguðu þá og margir, ófsóttir minnihlutahópar leituðu hælis
þar. Maronítar
komu sér fyrir í norðurhlutanum og drúsar leituðu skjóls í suðurhlutanum.
Lítið var um árekstra milli þessara hópa fram á 19. öld.
Bændauppreisnir gegn landeigendum snérust síðar upp í stríð
milli drúsa og maróníta og árið 1860 lágu þúsundir í valnum.
Hinir tyrknesku soldánar Ottómanaveldisins, sem náðu svæðinu
undir sig á 16. öld,
studdu drúsa og múslima og marónítar leituðu til Frakka um stuðning.
Eftir
ósigur Tyrkja í fyrri heimsstyrjöldinni, fengu Frakkar yfirráð yfir
Líbanonsvæðinu í nafni Þjóðabandalagsins í þeim tilgangi að búa
það undir sjálfstæði.
Líbanonríkið var stofnað á hluta lands Stór-Sýrlands og
varð eina ríkið í Miðausturlöndum með kristinn meirihluta.
Eftir fall Frakklands 1940 féllst franska stjórnin á að láta
af yfirráðum í Líbanon og landið fékk sjálfstæði árið 1943.
Í kjölfarið kom stutt tímabil hagsældar og nokkurs frelsis.
Stofnun þjóðernishreyfingar múslima, stofnun Ísraelsríkis
1948 og ójöfnuður milli hinna mörgu hópa landsmanna ollu miklum óeirðum.
Árið
1958 gerðu óánægðir trúflokkar uppreisn gegn ríkisstjórninni.
Uppreisnin var bæld niður með aðstoð BNA.
Árið 1970 flutti PLO aðalstöðvar sínar til Líbanon eftir að
samtökin höfðu verið rekin frá Jórdaníu.
Skæruliðar Palestínumanna hófu árásir á Ísrael og ríkisstjórn
Líbanons reyndi að hafa hemil á þeim.
Þetta
ofbeldisástand og kröfur múslima um meiri völd í ríkisstjórninni
leiddu til borgarastyrjaldar 1975-82.
Fyrstu tvö árin féllu u.þ.b. 60.000 Líbanar.
Frá 1976 til 1982 reyndu stórar hersveitir Sýrlendinga og
Sameinuðu þjóðanna að stilla til friðar milli kristinna manna, múslima,
Palestínumanna og Ísraela.
Ísraelsher réðist inn í landið 1982 til að hrekja PLO úr
suðurhlutanum.
Alls hörfuðu 14.600 liðsmenn PLO frá Beirút í ágúst.
Þegar Elias Sarkis, forseti, dró sig í hlé, var Bashir
Gemayel, leiðtogi kristinna falangista, kosinn í embættið. Hann
lézt í sprengingu í höfuðstöðvum falangista síðar sama ár.
Morðið olli því, að Ísraelar réðust strax inn í Beirút.
Daginn eftir myrtu falangistar 600 palestínska borgara í flóttamannabúðum
í Beirút, sem voru undir stjórn Ísraela.
Fjölþjóðlegt friðargæzlulið (Frakkar, Ítalar og Bandaríkjamenn)
var sent til Beirút.
Bróðir Gmayels, Amin, var kosinn forseti í lok september.
Í
maí 1983 undirrituðu Líbanon og Ísrael samning um brottflutning ísraelskra
og sýrlenzkra herja frá landinu.
Sýrland hafnaði samningnum.
Mikil óreiða ríkti í landinu um sumarið og margir sérhópar
börðust.
Í september sendu Ísraelar herlið sitt aftur inn í sunnanvert
landið.
Drúsar, sem Sýrlendingar studdu, gerðu innrásir á svæði,
sem Ísraelar höfðu yfirgefið.
Í
febrúar 1984 var hafinn brottflutningur fjölþjóðaliðsins og Ísraelar
fóru að tygja sig á brott frá suðurhlutanum til landamæranna 1985.
Rashid Karami, forsætisráðherra, var sprendur í loft upp í
herþyrlu í júní 1987 og Selim al-Hoss tók við embættinu.
Kjörtímatil
Amin Gemayel rann út 1988 og þingið valid ekki nýjan forseta.
Gemayel skipaði bráðabirgðaherstjórn með Michel Aoun í
fararbroddi.
Hann lýsti yfir freslisstríði gegn Sýrlandi og hafnaði vali
þingsins á Rene Moawad sem forseta árið 1989 á þeim forsendum, að
hann væri leppur Sýrlendinga.
Moawad var myrtur skömmu síðar og þingið valid Elias Hrawi
í staðinn.
Aoun lagði forsetahöllina undir sig og neitaði að afsala sér
völdum.
Þingið kom saman í Ta’if í Sádi-Arabíu og samþykkti lög,
sem fólu hinum mismunandi hagsmuna- og trúarhópum völdin á þinginu
á ný en átök brutust út á ný árið 1990.
Í október hröktu Sýrlendingar Aoun frá völdum.
Þjóðin
og landið fór að jafna sig eftir 16 ára stríðsátök, þegar
einkaherir Líbana og PLO fóru að afhenda vopn sín 1991.
Í mai hafði líbanski herinn náð yfirhöndinni í
hafnarborgunum við Miðjarðarhafið og sýrlenzkar hersveitir önnuðust
friðargæzlu.
Öfgahópar, sem höfðu haldið brezkum og bandarískum gíslum
í mörg ár, létu þá lausa í byrjun desember sama ár. |