Þegar
Líbanon varð sjálfstætt ríki 1943, varð að mynda ríkisstjórn,
sem gerði hinum mismunandi hagsmuna- og trúarhópum kleift að lifa í
samlyndi. Því var hún
skipulögð þannig, að forsetinn væri ætíð maróníti (kristinn),
forsætisráðherrann sunníti (múslimi) og forseti þingsins shíti (múslimi).
Margir varnarmálaráðherrar hafa verið drúsar.
Þingmenn
eru kosnir til fjögurra ára. Þeir
eru úr röðum framangreindra hópa.
Þingið velur forseta landsins til sex ára í senn og hann
skipar forsætisráðherra. Lögum
samkvæmt á hlutfall kristinna og islamskra þingmanna að vera 6:5 og
aðrir hópar fólks í landinu hafa þingmenn eftir atkvæðafjölda. |