Orontesáin (Asi) myndar hluta landamæranna milli Sýrlands og Líbanons
og milli Sýrlands og Tyrklands.
Hún sprettur upp í grennd við borgina Baalbek í Bekaadalnum og
rennur til norðurs milli Líbanonsfjalla og Anti-Líbanonsfjalla inn í
Sýrland.
Þaðan heldur hún áfram til borgarinnar Antakya (Antioch) í
Tyrklandi og síðan til vesturs í Miðjarðarhafið, alls 400 km
Vegalengd.
Stíflur í Sýrlandi sjá fyrir áveituvatni.
Í fornöld var dalur árinnar hlið milli Miðausturlanda og
Egyptalands. |