Baalbek Líbanon,
Flag of Lebanon

  Ferðir Jóhönnu Kristjónsd. um islamska heiminn.  

BAALBEK
LÍBANON

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Baalbek, hin forna Heliopolis, er borg í Austur-Líbanon milli ánna Litani og Asi.  Nafnið þýðir Borg Baals, sem tengir hana við dýrkun hins forna sólguðs Baals, sem Grikkir lögðu að jöfnu við sólguð sinn, Helios.  Grikkir og Rómverjar kölluðu borgina Heliopolis, borg sólarinnar.

Baalbek er fræg fyrir fornar hofrústir.  Sólarhofið var 49x88m að ummáli með 58 korinþskum súlum, 22,9m háum og 2,2m í þvermál.  Efsti skreytti hluti þeirra var 4,3m að lengd.  Svo virðist, að hofið hafi verið reist á manngerðri hæð úr jarðvegi og stórum grjóthnullungum til að standa undir byggingunni.  Þrír þessara hnullunga eru við vesturendann, einn þeirra 19,5m langur og 4,3m breiður.  Fjöldi þessara einsteinunga er meiri en fór í byggingu pýramídanna í Giza í Egyptalandi.  Korinþsku steinsúlunum var komið fyrir á hefðbundnum fleti, 69,2x35,7m og umhverfis þær voru 42 óskreyttar burðarsúlur þaksins.  Í forsalnum voru 10 raufaðar súlur.  Súluskreytingarnar voru ríkulegar.  Hof bakkusar var fyrir framan hof Júppíters og er betur varðveitt.  Minna Venusarhof hafði sex granítsúlur við hlið Júppíterhofsins.  Þarna eru einnig minjar síðari tíma basilíku kristinna manna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM