Kostaríka meira,
Flag of Costa Rica

BAÐSTRENDUR

ÞJÓÐGARÐAR

ÍBÚARNIR NÁTTÚRAN SAGAN TÖLFRÆÐI

KOSTARÍKA
MEIRA

Map of Costa Rica
.

.

Utanríkisrnt.

RÆÐISMENN

Booking.com

Landslag og lega.  Tveir fjallabálkar liggja samhliða eftir landinu endilöngu, Cordillera Volcánica í norðri og í suðri er Cordillera de Talamanca.  Hinn fyrrnefndi skiptist í þrjá aðalfjallgarða frá norðvestri til suðausturs, Cordillera de Guanacaste, Cordillere de Tilarán og Cordillera Central.  Hinn síðarnefndi er heilsteyptur granítfjallgarður úr djúpbergi, sem hefur troðist upp í gegnum jarðskorpuna en ekki myndast við eldvirkni eins og hinn nyrðri.  Hæsti tindur landsins er Mt. Chirripó í Talamancafjöllum, 3820 m hár.  Tveir hæstu tindar Volcánikafjallabálksins eru Irazú (3412m) og Poás (2688m).  Vegir með bundnu slitlagi liggja upp á gígbarma þeirra beggja og báðir eru virk eldfjöll.  Ofan af þeim blasa við þéttbýl lægð, Meseta Central (Valle Central).  Bæði eldfjöllin eru hættuleg og sama má segja um jarðskjálfana, sem stundum ríða yfir um allt land.

Meginlandsmisgengið skiptir lægðinni í tvennt og myndar vatnaskil.  Allt vatn austan þess rennur til Karíbahafs um Reventazónána og að vestanverðu skilar áin Río Grande de Tárcoles vatninu til Kyrrahafs.  Dalurinn Valle del General er við rætur Cordillera de Talamanca í suðausturhlutanum.  Norðan og austan fjalllendisins eru láglendissvæðin við Karíbahafið, u.þ.b. fimmtungur landsins, sem nær mest 120 m hæð yfir sjó.  Láglendið Kyrrahafsmegin er í nokkrum litlum dölum og sléttum, sem samsvara aðeins 10% landsins.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM