Kostaríka tölfræði hagtölur,
Flag of Costa Rica


KOSTARÍKA
HAGTÖLUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið heitir Lýðveldið Costa Rica.  Þar er margflokka kerfi, þing og forseti.  Höfuðborgin er San José og opinbert tungumál er spænska.  Opinber trúarbrögð eru rómversk-katólsk.  Gjaldmiðillinn er colon = 100 céntimos.

Íbúar.  Íbúafjöldinn 1998 var 3.533.000 eða rúmlega 69 manns á ferkílómetra og 44% bjuggu í borgum og 56% í dreifbýli.  Karlmenn voru 50,5% og konur 49,5% íbúafjöldans.

Aldursskiptingin var 1996:  15 ára og yngri 34,5%; 15-29 ára 27%; 30-44 ára 21,2%; 45-59 ára 10,4%; 60-74 ára 5,4% og eldri 1,5%.

Áætlað er að íbúafjöldinn verði 4.333.000 árið 2010.  Tvöföldunartími er áætlaður 36 ár.

Kynþáttaskipting 1993:  Hvítir 87%, kynblendingar (mestizos) 7%, svartir (múlattar) 3%, austurasískir (aðall. kínverjar) 2% og amerískir indíánar 1%.

Fæðingartíðni á 1000 íbúa árið 1995, 23,8 (heimsmeðaltal 25).  Hjónabandsbörn 53,4%.

Dánartíðni á 1000 íbúa árið 1995, 4,2 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun á 1000 íbúa árið 1995, 19,6 (heimsmeðaltal 15,7).

Meðalbarnafjöldi á hverja kynþroska konu árið 1995, 2,8.

Hjónabönd á hverja 1000 íbúa árið 1995, 7,1.

Skilnaðartíðni á 1000 íbúa árið 1992, 1,1.

Lífslíkur við fæðingu:  Karlar 71,9 ár, konur 77,5 ár. 

Helztu dánarorsakir á 100.000 íbúa árið 1994:  Hjartasjúkdómar 126,6 (þar af kransæðasjúkdómar 59,8), krabbamein 80, sjúkdómar í öndunarfærum 40,6, slys 36,1, heilasjúkdómar 29,6 og sjúkdómar í meltingarfærum 24,6.

Vinnuafl 1994:  Alls 1.187000 eða 38,7%.  15-69 ára 59,7%, konur 30,1%.  Atvinnuleysi 1996 6,2%.

Trúarbrögð 1995:  Rómversk-katólskir 86%, mótmælendur 9,3% (þar af 4,9% gyðingar), aðrir kristnir 2,4% og önnur trúarbrögð 2,3%. 

Helztu borgir 1996:  San Jose (324þ; Stór San José, 1 milljón), Limón (58þ), Alajuela (50þ), San Isidro de El General (42þ) og Desamparados (40þ).

Heildarskuldir þjóðarinnar 1996:  US$ 2.890.000.000.-.

Heildarþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 9.081.000.000.- (US$ 2.640.- á mann).

Framleiðsla landbúnaðar, fiskiðnaðar og skógarhöggi í tonnum, nema annað sé tekið fram:  Sykurreyr (3,6m), bananar (2,1m), ananas (0,26m), hrísgrjón (0,186m), appelsínur (0,165m), kaffi (0,143m), sterkja (cassavarót; 0,125m), græðisúra (0,105m), pálmaolía (0.097m), kartöflur (0,064m).  Auk þessa er mikið flutt út af öðrum ávöxtum, afskornum blómum og skrautjurtum.

Fjöldi búfjár:  1.585.000 nautgripir, 300.000 svín, 16.500.000 hænsni.

Timbur 1995:  4,8 milljónir rúmmetra.

Fiskafli 1994:  u.þ.b. 21.000 tonn, þar af rækja 5,5 þúsund.

Námugröftur 1995:  Kalk (1994) 1,7 milljónir tonna, gull 16.000 troyúnsur.

Matvælaframleiðsla 51.900 tonn, þar af bökunarvörur 11.650 tonn, gosdrykkir 11.000 tonn, maltdrykkir og malt 10600 tonn.

Framleiðsla sjónvarps- og fjarsiptatækja, fatnaðar, plastvara.

Orkuframleiðsla 1995, 4,9 billjónir kílóvattstunda, orkunotkun 4,3 billjónir kílóvattstunda.

Kol eru ekki grafin úr jörðu og ekki notuð til orkuframleiðslu eða húshitunar og gas kemur ekki úr jörðu.

Framleiðsla olíuafurða 1994, 538 þúsund tonn, notkun olíuvara 1,4 milljónir tonna.

Ferðaþjónusta 1995:  Tekjur 661.- milljónir US$, gjöld 332.- milljónir US$.

Meðalfjölskylda 1996, 4,1.  Meðaltekjur þessarar fjölskyldu US$ 5.980.- á ári, 61% sem laun, 22,6% frá eigin atvinnurekstri, frá ættingjum erlendis 9,6%, annað 6,8%.  Ráðstöfun tekja1987-88:  Matur og drykkur 39,1%, húsnæði og orka 12%, samgöngur 11,6%, húsgöng 10,9%, annað 26,3%.

Landnotkun 1994:  Skóglendi 30,8%, engi og hagar 45,8%, ræktað land 10,4%, annað 13%.

Innflutningur 1995:  US$ 3,025 billjónir, hráefni til iðnaðar 37,2%, neyzluvörur 18,7%, fjárfesting í iðnaði 14,4%, varanlegar neyzluvörur 10,9%.  Aðalviðskiptalönd:  BNA 44,2%, Japan 5,5%, Venesúela 5,5%, Mexíkó 4,5%, önnur Mið-Ameríkulönd 7,6%.

Útflutningur 1995:  US$ 2,634 billjónir, bananar 23,7%, kaffi 15,5%, vefnaðarvörur og skófatnaður 5,7%, fiskur og rækjur 4,6%, skrautplöntur, lauf og blóm 4,3%.  Aðalviðskiptalönd:  BNA 50%, Þýzkaland 8%, Nicaragua 3%, Kanada 3% og Bretland 3%.

Samgöngur 
Járnbrautir 1995, 950 km.  Vegir 36.550 km (m/slitlagi 17%).  Farartæki 1995:  Fólksbílar 259 þúsund, vörubílar og rútur 133 þúsund.  Fraktskiptafloti 1992:  24 skip stærri en 100 brúttórúmlestir.  Fjöldi flugvalla 14.

Menntunarmöguleikar 1996:  Fimm ára og eldri án menntunar 11,7%, ófullkomin grunnmenntun 28,5%, fullkomin grunnmenntun 25,8%, ófullkomin framhaldsmenntun 16%, fullkomin framhaldsmenntun 9%, æðri menntun 8,5%.  Læsi 1995 eldri en 15 ára 94,8%, karlar 94,7%, konur 95%.

Heilbrigðismál 1995.  Einn læknir á 770 íbúa.  Sjúkrarými 1/566.  Barnadauði 13,3 á 1000 íbúa.

Hermál.  Heimavarnarliðið kostar 0,3% af heildarþjóðartekjum eða US$ 8.- á hvern íbúa á ári.  Herinn var lagður niður opinberlega 1948.  Heimavarnarliðið taldi 7000 árið 1996, lögreglan innifalin.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM