Þjóðgarðar Kostaríka,
Flag of Costa Rica

CAHUITA ÞJÓÐGARÐURINN

KOSTARÍKA
ÞJÓÐGARÐAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Stjórnir Kostaríka hafa einbeitt sér að því að hlúa að þjóðgörðum og verndarsvæðum í u.þ.b. hálfa öld og tekizt vel til við varðveizlu lífríkis og búsvæða margra dýrategunda. 

Parque Nacional Volcán Arenal, í norðvesturhluta landsins, er umhverfis hið keilulaga eldfjall Arenal (1633m).  Það hefur verið einstaklega virkt síðan 1968, þegar miklar sprengingar urðu í því og hraunstraumar fóru að flæða og kostuðu mörg mannslíf.  Virknin hefur verið misjöfn, stundum sjást mikilir hraunstraumar og glóandi hraunbombur en ella er rólegra yfir þessum náttúruhamförum og hægt að fylgjast með glóðunum í myrkri. 

Þjóðgarðurinn Santa Rosa er elztur og líklega hinn bezt þróaði í landinu.  Hann nær yfir mestan hluta Santa Elena-skagans, sem teygist út í Kyrrahafið í norðausturhorni landsins.  Þar er stærsti, þurrlendi frumskógur Mið-Ameríku og mikilvægur varpstaður ýmissa tegunda skjaldbakna, sem eru í útrýmingarhættu.


Meðal annarra áhugaverðra verndarsvæða og þjóðgarða eru Rincón de la Vieja í norðvesturhluta landsins og Þjóðgarðurinn Corcovado.  Hinn fyrrnefndi er ævintýraland fyrir áhugafólk um eldvirkni.  Þar er fjöldi eldkeilna, gíga, lóna, háhita- og lághitasvæða og vulgar laugar, sem hægt er að baða sig í.  Gestum garðsins stendur til boða að skoða hann af hestbaki eða gangandi.  Hinn síðarnefndi er á suðvesturhorni Osa-skagans í suðurhluta landsins.  Þar eru langir göngustígar, sem gera fólki kleift að staldra þar við í nokkra daga á göngu um regnskógana á láglendinu.  Ráðlegt er að vera þarna á ferðinni á þurrkatímanum og fylgjast vel með villtum dýrum.  

Styttri gönguleiðir eru á verndarsvæðinu Monteverde og þjóðgarðinum Manuel Antonio sunnan Quepos.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM