Kostaríka náttúran,
Flag of Costa Rica


KOSTARÍKA
NÁTTÚRAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Loftslag.  Hitauppstreymi og álandsvindar, sem streyma upp fjallahlíðar, valda verulegri úrkomu á Kyrrahafsströndinni á regntímanum í maí til október í norðurhlutanum og apríl til desember í suðurhlutanum.  Norðaustan staðvindar sjá fyrir nægilegri úrkomu Karíbamegin allt árið.  Uppi í fjöllum er milt og temprað loftslag.  Samkvæmt veðurskýrslum frá San José sýna minna en 25 mm úrkomu í febrúar og rúmlega 300 mm í september og rúmlega 1800 mm sem ársmeðaltal.  Hiti er mismunandi eftir hæð yfir sjó.  Í San José (1140m) er meðalhiti 21°C og í næsta nágrenni í rúmlega 2300 m hæð er hann 15°C og í rúmlega 200 m hæð 27°C. 

Gróður.  Þéttir og sígrænir skógar með breiðlaufstegundum, s.s.mahóní- og sedrustrjám, þekja u.þ.b. þriðjung flatarmáls landsins.  Ýmsar sígrænar eikartegundir vaxa í Talamancafjöllum og ofar trjálínunnar runnar og grös. 

Í norðvesturhlutanum, þar sem þurrkatíminn er lengstur, þrífast strjálvaxnari skógar lauftrjáa.  Pálmar eru algengir á Karíbaströndinni og fenjatré á friðlýstum strandsvæðum, s.s. við Nicoya- og Dulcefirðina Kyrrahafsmegin.


Dýralíf.  Spendýrafánan er fjölbreytt og fjöldi flestra tegunda mikill.  Hún er skyld hinum norður- og suðuramerísku.  Suðuramerískar tegundir eru m.a. apar, mauraætur og letidýr en hinar norðuramerísku eru m.a. dádýr villikettir, hreysikettir, otrar, sléttuúlfar og refir.  Fjöldi tegunda hitabeltisfugla er mikill á láglendissvæðunum og skriðdýr, snákar, eðlur og froskar, eru algeng.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM