Víða
eru frábærar baðstrendur og lúxushótel við Kyrrahafsströnd Kostaríka.
Sumar baðstrandanna eru utan alfaraleiða. Golfito, við Golfo
Dulce, er mikilvæg hafnarborg í sunnanverðu landinu, og þaðan er
stutt á beztu baðstrendur landsins. Norðaustan borgarinnar er
fjöldi afskekktra víkna með gistiaðstöðu í frumskógarhýsum.
Þjóðgarðurinn Corcovado á de Osa-skaganum hýsir mikinn fjölda
skarlatsrauðra páfagauka (macaw). Meðal annarra góðra kosta eru baðstrendurnar Playa Cativo,
Playa Zancudo og Pavones (góð til brimreiða). Miðbik
strandlengjunnar hefst við Uvita og nær til Golfo de Nicoya og
Puntarenas-borgar. Baðstrandarbærinn Jacó laðar til sín
pakkaferðamenn og þá, sem eru tilbúnir í næturlöng teiti.
Puntarenas er of menguð fyrir flesta ferðamenn, sem halda frekar út
á nokkrar einangraðar eyjar undan ströndinni (Isla
Tortuga). Góðar
brimreiðastrendur í grenndinni eru Boca Barranca og Doña Ana. |