Japanski
eyjaklasinn teygist 2.790 km frá norðaustri til suðvesturs.
Mesta breidd hans er 400 km (að meðaltali 230 km).
Hann liggur á milli 45°22' og 20°25' N og 123° og 149°A
(umdeilt vegna Kúrileyja; 56 eyjar; 1200 km að Kamtshatkaskaga). Fjórar aðaleyjar, Hokkaido (75.515 km²), Honshu (231.023
km²), Shikoku (18.803 km²) og Kyushu (42.132 km²) eru 97% flatarmáls
Japanseyja. Það, sem á
vantar 372.723 km² alls eyjaklasans þekja 3.918 aðrar eyjar.
Margar þeirra eru litlar, óbyggð sker og drangar.
Strandlengja eyjanna er samtals 29.700 km löng. |