Landbúnaðarafurðir:
Hrísgrjón,
sykurrófur, sykurreyr, kartöflur, mandarínur, te, tóbak.
Fiskveiðar. Mikilvæg atvinnugrein.
Jarðefni:
Steinkol, járn, sink, kopar, blý, gull.
Iðnaður:
Hrástál, sjónvörp, útvörp, ljósmyndavörur, videótæki, tölvur,
bifreiðar, skip o.fl.
Innflutningur:
Jarðolía, gas, hráefni, matvæli, vélar, efnavörur,
vefnaðarvörur.
Útflutningur:
Bifreiðar, járn- og stálvörur, vélar, skip, nákvæmnistæki,
sjónvörp, elektrónísk tæki, efnavörur, perlur, fiskur o.fl.
Japanar
geta aðeins notað 16% af landi sínu til landbúnaðar.
Mikilvægastir eru hrísgrjónaakrarnir, sem þekja u.þ.b.
helming þess. Þar að
auki er ræktað hveiti, bygg og annað korn, ávextir, grænmeti, hýðisávextir,
kartöflur og mikið af tei. Kvikfjárrækt
er lítil.
Fiskveiðar
eru Japönum mjög mikilvægar. Ársafli
þeirra er yfir 10 milljónir tonna eða nálægt 15% af heildarafla
heimsins. Þeim reynist
þó stöðugt erfiðara að færa fisk að landi eftir því sem fleiri
ríki færa landhelgi sína út í 200 mílur.
Mikið hefur dregið úr perlurækt.
Framleiðsla
iðnvarnings er langmikilvægasti atvinnuvegur landsins.
Japan er í þriðja sæti iðnríkja heims á eftir Bandaríkjunum
og fyrrum Ráðstjórnarríkjunum.
Sé einungis litið á vöxt iðnframleiðslunnar, er Japan í
fyrsta sæti. Mikilvægustu svið iðnaðar eru framleiðsla stáls (Japan
er mesti stálframleiðandi í heimi), farartækja (fremstir í heimi;
flestar bílaverksmiðjur sjálfvirkar) og skipasmíði.
Þeir eru fremstir í framleiðslu lyfja og framleiða mikið af
pappír, sjónglerjum og leiktækjum.
Þeir eru í fararbroddi í framleiðslu elektrónískra
afþreyingartækja
og tölva. Iðnfyrirtæki
eru aðallega með ströndum fram, flest í gömlu hafnarborgunum
Kyrrahafsmegin, því að þannig er hægt að spara mikinn
flutningskostnað, þegar framleitt er til útflutnings og tekið á móti
innfluttum hráefnum til framleiðslunnar.
Útflutningsverzlunin
er Japönum mjög mikilvæg, jafnvel þótt tölur virðist gefa hið
gagnstæða til kynna. Árið
1979 flutti Japan 12% heildarframleiðslunnar út á sama tíma og Þýzkaland
flutti 25% sinnar framleiðslu út.
Útflutningsverzlun Japana hefur meira en tvöfaldast
frá lokum
síðari heimsstyrjaldarinnar og þróast með sama hraða og
heimsverzlunin. Aðalútflutingsvörur
eru:Vélar, járn- og stálvörur, farartæki, skip, sjóntæki,
hljómflutningstæki,
útvörp, sjónvörp og myndbönd, tölvur, kvartsúr, vefnaðarvörur
(náttúrulegar og gervi), gler, leikföng og fiskafurðir.
Lítið
er um hráefni í jörðu í landinu (1% heimsframleiðslunnar), svo að
Japanar verða að flytja inn megnið af hráefnunum til framleiðslunnar
frá öðrum löndum. Þeir
geta einungis framleitt 15% þeirrar orku, sem þeir þurfa og verða því
að flytja inn mikið af olíu til orkuframleiðslu (77%).
Innflutningur orkugjafa er rúmlega helmingur heildarinnflutnings.
Ferðaþjónusta fer stöðugt vaxandi, þótt
fjölgun ferðamanna hafi verið hæg frá lokum áttunda áratugar
20. aldar.
Á þriðju milljón ferðamanna kemur til landsins á ári.
Brúttotekjur af ferðamönnum voru 130 milljarðar (US$ 70.-
ikr.) árið 1985. Japanar
sjálfir ferðast mikið innanlands vegna stuttra sumarleyfa en hin
seinni ár stöðugt meira til útlanda.
SAMGÖNGUR
Samgöngukerfi landsins hefur ekki
náð því að þróast jafnhratt og efnahagsframfarirnar og viðskiptalífið.
Í landinu eru rúmlega 27 milljónir bifreiða og rúmlega 10
milljónir annarra farartækja og vegakerfið er u.þ.b. 1,3 milljónir
km ( þar af 3000 km hraðbrautir).
Járnbrautirnar eru mjög veigamikill samgöngumiðill.
Ríkisjárn-brautirnar ferðast um á
21.000 km löngum brautarteinum og einkareknar lestir á 6.000
km. Stöðugt er reynt að
auka tíðni járnbrautarferða og hraða lestanna.
Frá árinu 1964 hafa farið fram tilraunir með hraðskreiðar
lestir eins og 'Shinkansen', sem hefur náð 210 km hraða.
Áætlað er að einkavæða ríkisjárnbrautirnar.
Japönsk flugfélög veita góða
þjónustu og mikla tíðni ferða til flestra staða innanlands sem
utan. JAL (Japan Airlines)
er stærst.
Árið 1985 átti Japan næststærsta
verzlunarflota heims (Liberia á undan).
Flestar brúttólestir þess flota er að finna í olíuflutningaskipum. |