Japan sagan,
Flag of Japan


JAPAN
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Fyrstu skriflegar heimildir (7. og 8. öld e.Kr.) eru frá 'Nara'-tímanum.  Ţćr lýsa komu hins frábćra fyrsta keisara landsins, Jimmu, áriđ 660 f.Kr.  Hann kom af himnum ofan og heimildirnar skýra tengsl hans viđ hina himnesku sólgyđju Amaterasu-omikami.

Frumbyggjar landsins gerđu leirker ţegar áriđ 10.000 f.Kr.  Ćttbálkar í illađgengilegum dölum Honshu-eyjar bundust fyrst lauslegum böndum nálćgt 300 e.Kr. undir forystu Yamatai.  Međ vaxandi völdum fólksins í grennd núverandi borgar 'Nara' er fyrst hćgt ađ tala um Japana sem ţjóđ.

Taliđ er ađ íbúar Japanseyja séu allflestir komnir af mongólum, sem komu til eyjanna um Kóreuskagann.  Ađrar kenningar telja fólkiđ eiga ćttir sínar ađ rekja til Suđaustur-Asíu.

Margt í upprunalegri menningu Japana á sér rćtur í menningu kínverja.  Fyrst notuđu Japanar kínverskt letur (á tímum konfúsíanismans og síđar, á 6.öld, á tímum búddatrúarinnar, sem blandađist frumtrúnni, shinto).

Á 6. og 7. öldum sköpuđu öflugir og metnađargjarnir leiđtogar samfélagsform í líkingu viđ hiđ samtíma, kínverska kerfi T'ang-höfđingjaćttarinnar.  Áriđ 710 var fyrsta stöđuga höfuđborg landsins, Nara, stofnuđ.

Áriđ 794 fluttu höfđingjarnir setur sitt til Heiankyo (Kíótó), sem var opinbert stjórnsetur ađ nafninu til fram til ársins 1868, ţótt landinu vćri stjórnađ frá öđrum fjarlćgum stöđum 
um aldir.  Eftir langt tímabil stöđugleika fóru völd keisaranna ađ dvína og áhrifamiklir stórjarđeigendur međ Fujiwara-fjölskylduna í fararbroddi réđu ţví sem ţeir vildu til loka 11.aldar.   Á Heian-tímanum, sem lauk 1185, blómstrađi menningin í Japan.  Ţá varđ til japanska ritmáliđ 'Katakana', sem var leitt  af kínverska letrinu.  Samtímis fór menningin ađ losna undan áhrifum 'miđríkisins'.  Mikilvćgasta verk í klassísku, japönsku, óbundnu máli er lýsing hirđfrúarinnar Murasaki Shikibu á hirđlífi Heian-tímans.

Á 12.öld dró enn úr miđstýringu ríkisins.  Ţađ voru einkum Minamoto- og Taira-ćttirnar, sem börđust heiftúđlega um völdin.  Keisarinn varđ valdalaus og í svonefndir herstjórar ('Shogun') ríktu.  Í fararbroddi ţeirra frá 1192 var Minamoto Yoritomo, sigurvegari úrslitaorrustunnar viđ Dannoura.  Keisaranafnbótin varđ ađeins táknrćn og Minamotoćttin stjórnađi frá virkisborg sinni, Kamakura, u.ţ.b. 50 km suđaustan Tokyo.  Nafniđ á ţessu tímabili, 'Kamakura-tíminn' (1185-1333), er dreginn af nafni borgarinnar.  Herstjórarnir, sem voru höfđingjar öflugustu ćtta hvers tíma, réđu í skjóli hernađarmáttar.  Samkvćmt Bushido-heiđurslögunum síđla á 12.öld varđ til riddarastétt, 'Samurai', sem sór höfđingjunum órofa hollustu og sjálfsfórnarvilja. 

Á seinni hluta 13.aldar reyndi Kublai Khan, sem hafđi lagt Kína og Kóreuskagann undir sig međ riddaraskara sínum, ađ ná Japan undir sig.  Stríđsfloti hans, sem hann beindi gegn ađaleyjunni Kyushu, eyddist tvisvar (1274 og 1281) í skyndilegum fellibyljum ('Kaimikaze' = vindur guđanna).

Völd keisarans jukust aftur um tíma en áriđ 1338 komst Ashikaga, önnur valdamesta ćtt landsins, til áhrifa og valda.  Hún stjórnađi frá borginni Muromachi (nú Kíótó) til ársins 1573.  Ţetta skeiđ er nefnt 'Muromachi-tíminn'.  Í lok hans komu fyrstu landkönnuđir frá Evrópu ađ ströndum Japans.  Helztur ţeirra var trúbođinn Francisco de Javier, sem fćrđi kristnina til Japans.

Sextánda öldin einkenndist af ófriđi milli ríkisfylkjanna ('Daimiate').  Oda Nobunaga tókst ađ brjóta ţau á bak aftur og sameina landiđ á ný.  Ađ honum gengnum hélt Toyotomo Hideytoshi verki hans áfram.  Í orrustunni viđ Sekigahara sigrađi Tokugawa Ieyasu son hans og gerđist herstjóri í ríki sínu.  Skeiđiđ sem upp rann var nefnt 'Edo-tíminn' (1603-1868), en Edo er hiđ gamla nafn Tokyo.

Japan hélt tengslum viđ Evrópulönd, einkum Portúgal, Spán og Holland, í nćr-fellt 80 ár. 
Áriđ 1639 ákvađ Tokugawaćttin ađ slíta sambandinu af ótta viđ samtök óvina hennar og útlendinganna og Japan einangrađi sig frá umheiminum.  Samtímis festist hiđ stjórnmálalega félagsmunstur ţjóđarinnar í sessi og virkri stjórnsýslu var komiđ á laggirnar.

Ţessi einangrun var ekki rofin fyrr en bandaríski ađmírállinn Matthew Perry lét flota sínn varpa akkerum á 'Uraga'-flóa til ađ ýta undir viđskipti milli landanna.  Ţá hófst nútímavćđing Japans, einkum á sviđum stjórnsýslu og viđskipta (Meiji-umbótin).  Jafnframt ţróađist Japan í átt til heimsveldis og reyndi ađ ná áhrifum í Kóreu, Kína, Mansjúríu og Sa-Asíu.  Eftir fyrsta kínversk-japanska stríđiđ 1894-95 varđ Kína ađ eftirláta Japönum Formósu (Taiwan) og Pescador-eyjar (Penghu).  Árin 1904-05 unnu Japanar sigur á Rússum og náđu undir sig suđurhluta Sakhalin-eyjar og verndaryfirráđum í Kóreu, sem var innlimuđ í Japan áriđ 1910.

Í fyrri heimsstyrjöldinni fylgdu Japanar bandamönnum ađ málum og hervćđingin efldi ţungaiđnađinn í landinu.  Í kjölfar stríđsins jókst spenna međal ţjóđarinnar og alvarleg viđskiptakreppa skall á.

Í síđari heimsstyrjöldinni gerđist Japan eitt möndulveldanna og náđi yfirráđum í allri Sa-Asíu.  Japanar voru neyddir til skilyrđislausrar uppgjafar 1945 eftir gríđarleg hernađarátök á öllum vígstöđvum í lofti, á láđi og legi og loftárásir međ vetnis-sprengjum á tvćr japanskar borgir (Hirosima og Nagasaki).  Ţeir urđu ađ láta allt her-numiđ land af hendi aftur og í fyrsta skipti í sögu landsins var ţađ hersetiđ.

Eftir stríđiđ hófst geysileg uppsveifla, umfram allt í iđnađi.  Ekki leiđ á löngu áđur en Bandaríkjamenn slepptu taki sínu í Japan og hćttu opinberlega öllum afskiptum međ ţví ađ afhenda Japönum Ryukyueyjar á ný áriđ 1972.

Nú á dögum eru áhrif Japana í heiminum fremur viđskiptalegs- en stjórnmálalegs eđlis.  Viđurkenning á yfirráđarétti Kína á Taiwan var stórt stjórnmálalegt skref fyrir Japana og til ađ innsigla vináttutengslin viđ stóra grannann á meginlandinu fór forsćtisráđherrann, Yasuhiro Nakasone, í opinbera heimsókn til Peking (1984).  Ţessi heimsókn varđ til jöfnunar viđskipta milli landanna, aukinna menningartengsla og gagnkvćmari skilnings.  Geysikostnađarsöm tćknisýning, sem átti ađ gefa fólki innsýn í nćstu öld, var sett upp í vísindaborginni Tsukuba
í grennd viđ Tókíó 1985.

Í byrjun oktober 1985 reiđ allkröftugur jarđskjálfti yfir Tókíósvćđiđ en olli undralitlu tjóni.

Hirohito keisari var krýndur áriđ 1926 án ţess ađ hann yrđi tekinn í guđatölu.  Sonur hans tón viđ keisaranafnbótinni í kringum 1990.  Ţjóđ hans ađhyllist ađ mestu búdda- og shintotrú, ţótt einnig sé til lítill hópur kristinna manna.  Japan varđ fyrsta Asíuríkiđ til ađ efla velmegun ađ ţví marki, ađ flestar fjölskyldur eiga sjónvarp, ţvottavélar o.fl. og búa viđ nútímaţćgindi, sem gefa Vesturlöndum í engu eftir.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM