Míkrónesía meira,

YAP-EYJAR
KOSRAE-RÍKI
KARÓLÍNUEYJAR
CHUUK-EYJAR
POHNPEI-EYJA

KARÓLÍNU- og MARSHALLEYJAR

MÍKRÓNESÍA
MEIRA


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Bandaríki Míkrónesíu er sjálfstætt ríki aragrúa eyja í Vestur-Kyrrahafi.  Ríki þess eða fylki eru Kosrae, Pohnpei (Ponape; höfuðb. Kulunia), Chuuk (fyrrum Truk) og Yap.  Ríkjasambandið nær til 607 eyja, sem teygjast 2900 km yfir Karólíunueyjar og er 701 km² að flatarmáli.  Íbúafjöldinn árið 1996 var rúmlega 125 þúsund (178 manns á hvern km²).

Efnahagslífið byggist aðallega á sjálfsþurftarbúskap og fiskveiðum.  Fátt er um vermæt efni í jörðu, nema hágæða fosfat.  Möguleikar á svið ferðaþjónustu eru miklir eftir byggingu tveggja flugvalla árið 1991 og stöðugrar uppbyggingar síðan.  Fjárstuðningur frá BNA er aðaltekjulindin.  Árið 1994 nam verg þjóðarframleiðsla landsmanna US$ 202 miljónir (1.890.- á mann).  Gjaldmiðillinn er Bandaríkjadalur.

Sagan.  Íbúar Míkrónesíu komu fyrst til eyjanna fyrir u.þ.b. 3000 árum.  Spánverjar komust fyrstir Evrópumanna í tæri við eyjarnar um miðja 16. öld en gerðu ekkert til að leggja þær undir sig fyrr en eftir 1874.  Þá komu Þjóðverjar til skjalanna og keyptu eyjarnar af Spánverjum.  Árið 1920 fól Þjóðabandalagið Japönum stjórn eyjanna og árið 1947 fólu Sameinuðu þjóðirnar BNA yfirráðin.  Stjórnarskrá ríkisins var samþykkt árið 1979.  Hún gerir ráð fyrir kjörnu þingi og landstjóra í hverju fylki.  Kolonia á Pohnpei er höfuðborg ríkjasambandsins og Moen-eyja í Chuuk-eyjaklasanum hefur flesta íbúa.  Árið 1986 gekk í gildi samningur við BNA um umsjón með utanríkis- og hermálum.  Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hætti afskiptum af eyjunum árið 1990 og þær urðu aðili að samtökunum 1991.

Íbúarnir.  Innfæddir íbúar Bandaríkja Míkrónesíu eru víða að og af ólíkum menningar- og tungumálauppruna.  Íbúar Yap-eyjar hefur melanesískt yfirbragð og tala fjarskylt tungumál annarra í landinu.  Íbúar kóralhringeyjanna í Yap-fylki tala líka tungu og eiga svipaða menningu og fólkið á Chuuk-eyjum, þótt hvorugir skilji tungur hinna fyllilega.  Íbúar Chuuk- og Pohnpei-eyja tala margar mállýzkur og íbúar Kapingamarangi og Nukuoro, tveggja kórarhringeyja í suðvesturhluta Pohnpei-fylkis, eru Pólýnesar og tala tungu, sem er óskyld máli Pohnpei-búa.  Eina eyjan með eigin tungu er Kosrae.  Alls eru greinileg og svæðisbundin tungumál átta talsins og mállýzkur úteyjanna auka verulega á fjölbreytnina.

Í kringum helmingur íbúa Míkrónesíu býr á Chuuk-eyjum og u.þ.b. 30% á Pohnpei, og á Yap-eyju 10% og Kosrae-eyju 7%.  Á síðustu árum 20. aldar hófst talsverðir fólksflutningar til þéttbýla eyjanna vegna atvinnu- og menntunarmöguleika, þannig að um aldamótin bjó fjórðungur landsmanna í fjórum aðalborgunum, höfuðborgum fylkjanna.  Fæðingatíðni er enn þá há og dregið hefur verulega úr dánartíðni.  Næstum allir íbúarnir eru kristnir.  Enska er helzta tungan, sem er notuð í viðskiptum og stjórnsýslu.

Stjórnsýsla og félagsmál.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1979 er landið þingbundið forsetalýðveldi og þingið starfar í einni deild.  Þar situr einn þingmaður frá hverju fylki eða ríki fjögur ár í senn og þingmenn úr einmenningskjördæmum (kosnir til fjögurra ára í senn) auk einn frá hverri eyjanna Yap og Kosrae, þriggja frá pohnpei og fimm frá Chuuk.  Hvert hinna fjögurra ríkja hefur landstjóra, sem er kosinn í almennum kosningum og einnar deildar löggjafarþing.  Engir stjórnmálaflokkar eru starfandi.  Dómskerfið byggist á hæstarétti, fylkisdómstólum og héraðsdómstólum.  Almenn lög gilda fyrir fylkin, ef þau stangast ekki á við alríkislög.

Barnaskólar eru starfræktir á byggðum eyjum og í hverju fylki eru gagnfræðaskóli.  Háskóli Míkrónesíu er í Pohnpei og útibú í öðrum fylkjum.  Nokkrir bandarískir háskólar bjóðast þeim, sem sækjast eftir menntun, sem er ekki í boði heima.  Sjúkrahús eru í hverri fylkishöfuðborg og heilsugæzlustöðvar eru á öllum aðaleyjum.  Galdralæknar eru enn þá starfandi meðal íbúanna.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM