Karólínueyjar Kyrrahaf,
Flag of Marshall Islands

Flag of United States


KARÓLÍNUEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Karólínueyjar eru klasi 963 eyja í Vestur-Kyrrahafi, , sem teygist tćplega 4000 km norđur frá Papúa Nýju Gíneu, milli miđbaugs og nyrđri hvarfbaugs, 1165 km˛ ađ flatarmáli.  Fyrrum voru ţćr verndarsvćđi BNA en skiptust síđan í Bandaríki Míkrónesíu og Palau-lýđveldiđ.  Bandaríki Míkrónesíu ná yfir tvćr stórar eyjar, Pohnpei (fyrrum Ponape) og Kosrae og tvo eyjaklasa, Chuuk (fyrrum Turk) og Yap.  Ađalatvinnugreinarnar á eyjunum eru landbúnađur og fiskveiđar.  Međal afurđa eyjanna eru kókoshnetur, kassava, kartöflur, kókoshnetukjarnar, tapíóka, bonito og ađrar fisktegundir, sykurreyr og handverk.  Rústir á sumum eyjanna gefa til kynna búsetu í árdaga og líklega tengsl viđ kínverska menningu.  Spćnskir sćfarar komu til eyjanna snemma á 16. öld en Spánverjar lögđu ţćr ekki undir sig fyrr en síđla á 19. öld.  Ţjóđverjar keyptu eyjarnar 1899 og ţćr komust undir japönsk yfirráđ eftir ósigur Ţjóđverja í fyrri heimsstyrjöldinni.  Í síđari heimsstyrjöldinni gerđu bandarískar sprengjuflugvélar miklar árásir á eyjarnar (einkum Chuuk).  Áriđ 1947 urđu ţćr verndarsvćđi Sameinuđu ţjóđanna undir stjórn BNA.  Áriđ 1979 var stofnađ Bandalag allra Karólínueyja nema Palau, sem fékk sjálfstćđi 1994 sem lýđveldiđ Belau.   Karólínu- og Marshalleyjar sameinuđust í lýđveldinu Míkrónesíu áriđ 1978.  Áriđ 1980 (okt.) kusu íbúar ţess ađ verđa frjálst sambandsríki BNA.  Marshalleyjar eru norđaustan Karólíuneyja (867 talsins).

Sagan
Austur-Karólínueyjar, Marshall- og Gilberteyjar voru líklega byggđar fyrstar frá Nýju-Hebrides- og Fijieyjum á teinöldinni fyrir fćđingu Krists.  Fornleifar og tungmál gefa til kynna ađ fyrsta fólkiđ hafi lagt leiđ sína upp eftir eyjunum austanverđum og dreifzt til vesturs frá Marshalleyjum.  Leirmunir frá fyrstu dögum kristni hafa fundizt á Chuuk-eyjum og minjar frá svipuđum tíma á eyjunum austar.  Tungumál ţessa tíma eru náskyld og lík Vanuatu-málinu nema á austustu, pólýnesísku eyjunum  og Yap.  Svo virđist sem hin háreista Yap-eyja hafi byggzt úr vestri, líklega frá Filipseyjum eđa Indónesíu.  Leirmunir og skeljar, sem fundust ţar voru raktar til 2. aldar og líkjast ţví munum á Marianaeyjum.  Merki um stéttaskiptingu á Yap-eyju og félagslegt skipulag eiga sér hvergi hliđstćđu á svćđinu.  Hinn kunni steingjaldmiđill frá Yap-eyju var rakinn til steinnáma á Palau-eyju, sem er í grenndinni og Marianaeyja.  Á síđari öldum ţróađist skatt- og verzlunarkerfi milli nćrliggjandi kórarhringeyja, sem voru stundum kallađar Yap-veldiđ.  Á austureyjunum, Pohnpei og Kosrae, urđu miklar óeirđir fyrir sjö öldum, e.t.v. vegna innrásar úr suđri.  Ţá voru byggđirnar víggirtar međ blágrýtismúrum, sem sjást enn ţá.  Ţá tók viđ pólitísk miđstjórn og stéttaskipting jókst.

Á 16. öld komu nokkrir spćnskir sćfarar og nefndu eyjarnar eftir Karli II, Spánarkonungi.  Á nítjándu öld voru hvalveiđarar og kaupmenn á ferđinni í fylgd herskipa og ţá komust innfćddir í nána snertingu viđ útlendingana og vörur ţeirra.  Spánverjar gerđu Karólínueyjar loks ađ nýlendu sinni áriđ 1886 en seldu ţćr síđan Ţjóđverjum 1899 í lok Spćnsk-ameríska stríđsins.  Ţjóđverjar afhentu Japönum eyjarnar í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar.  Yfirráđ ţeirra voru formlega viđurkennd 1920 fyrir hönd Ţjóđabandalagsins.  Í fyrstu reyndu Japanar ađ ţróa stöđug efnahagskerfi á eyjunum og síđar beindu ţeir ć fleiri landsmönnum sínum ţangađ vegna hins mikla ţéttbýlis í Japan.  Lokst vígbjuggust ţeir rćkilega á eyjunum fyrir síđari heimsstyrjaldarinnar.  Karólínu-, Marshall- og Marianaeyjar urđu síđan verndarsvćđi Sameinuđu ţjóđanna 1947 undir stjórn BNA.  Vegna hernađarlega mikilvćgrar legu eyjanna fengu Bandaríkjamenn leyfi til ađ koma ţar fyrir herstöđvum, ţannig ađ yfirumsjón ţeirra fćrđist yfir á Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna.

Forystumenn í Míkrónesíu hófu viđrćđur viđ Bandaríkjamenn um fulla sjálfstjórn áriđ 1969.  Stjórnarskráin, sem var samin 1975, varđ grundvöllur stjórnsýslu sambandsstjórnar og tók gildi 1979.  Um ţađ leyti ákváđu íbúar Mariana-, Marshall- og Palaueyja ađ verđa ekki ađilar ađ ríkjasambandinu, ţannig ađ eftir stóđur eyjaklasarnir tengdir Yap-, Truk- (síđar Chuuk-), Kosrae- og Ponape- (síđar Pohnpei-) eyja.  Áriđ 1983 var samningur um frjálst samband viđ BNA samţykktur í almennum kosningum.  Hann kveđur á um sjálfstjórn Bandaríkja Míkrónesíu og hervernd, öryggisgćzlu og fjárhagsađstođ frá BNA.  Eitt ákvćđanna lýtur ađ fullu stjálfstćđi og breytingu á sambandinu viđ BNA, ţegar íbúarnir ákveđa slíkt í almennum kosningum.  Samningurinn er til 15 ára og endurnýjast međ gagnkvćmu samkomulagi.  Bandaríki Míkrónesíu urđu ađili ađ Sameinuđu ţjóđunum 17. sept. 1991.

 TIL BAKA     Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM