Karólínueyjar eru
klasi 963 eyja í Vestur-Kyrrahafi,
,
sem teygist tæplega 4000 km norður frá Papúa Nýju Gíneu, milli miðbaugs
og nyrðri hvarfbaugs, 1165 km² að flatarmáli.
Vestan þeirra eru
Palaueyjar, sem hafa verið sjálfstæða lýðveldið
Belau frá 1981. Norðaustan
Karólínueyja eru Marshalleyjar, 867 talsins.
Karólínu- og Marshalleyjar sameinuðust í lýðveldinu Míkrónesíu
árið 1978. Árið 1980 (okt.) kusu íbúar þess að verða frjálst sambandsríki BNA.
Fyrrum voru þær verndarsvæði BNA en skiptust síðan í
Bandaríki Míkrónesíu og Palau-lýðveldið.
Bandaríki Míkrónesíu ná yfir tvær stórar eyjar, Pohnpei (fyrrum
Ponape) og Kosrae og tvo eyjaklasa, Chuuk (fyrrum Turk) og Yap.
Aðalatvinnugreinarnar á eyjunum eru landbúnaður og fiskveiðar.
Meðal afurða eyjanna eru kókoshnetur, kassava, kartöflur, kókoshnetukjarnar,
tapíóka, bonito og aðrar fisktegundir, sykurreyr og handverk.
Rústir á sumum eyjanna gefa til kynna búsetu í árdaga og líkleg
tengsl við kínverska menningu. Spænskir
sæfarar komu til eyjanna snemma á 16. öld en Spánverjar lögðu þær
ekki undir sig fyrr en síðla á 19. öld.
Þjóðverjar keyptu eyjarnar 1899 og þær komust undir japönsk
yfirráð eftir ósigur Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni.
Í síðari heimsstyrjöldinni gerðu bandarískar sprengjuflugvélar
miklar árásir á eyjarnar (einkum Chuuk).
Árið 1947 urðu þær verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna
undir stjórn BNA. Árið 1979 var stofnað Bandalag allra Karólínueyja nema
Palau, sem fékk sjálfstæði 1994 sem lýðveldið Belau.
Karólínu- og
Marshalleyjar sameinuðust í lýðveldinu Míkrónesíu árið 1978.
Árið 1980 (okt.) kusu íbúar þess að verða frjálst
sambandsríki BNA. Marshalleyjar
eru norðaustan Karólíuneyja (867 talsins).
Marshalleyjar
eru lýðveldi í Míkrónesíu í Kyrrahafi.
Eyjarnar eru 34, tveir eyjaklasar, sem ná yfir 1,3 miljóna
km² hafsvæði, Suðaustur Ratak-klasinn og Norðvestur-Ralik-klasinn.
Þetta eru kóralhringeyjar og kóralrif.
Kwayalein er stærsta hringeyjan og Majuro er höfuðeyjan.
Heildarflatarmál ríkisins er 181 km² og íbúarnir eru Míkrónesar.
Þeir voru tæplega 60.000 árið 1996 (322 manns á km²).
Lífslíkur karla voru þá 62 ár og kvenna 65 ár.
Efnahagsmál. Undirstöður efnahagslífsins er sjálfsþurftarbúskapur,
fiskveiðar og ferðaþjónusta auk nokkurrar hágæða fosfatvinnslu. Aðalútflutningsvaran er kókoskjarnar. Árið 1994 var verg þjóðarframleiðsla í kringum 88 miljónir
US$ (1.680.- á mann). Gjaldmiðill
ríkisins er Bandaríkjadalur. Ferðaþjónustan
er aðaluppspretta erlends gjaldeyris og u.þ.b. 10% vinnuaflsins eru
bundin í henni. Árið
1994 styrktu BNA ríkið með 55 miljónum dala (.u.þ.b. 55% af vergri
þjóðarframleyðslu). Á
árunum 1995-96 fóru u.þ.b. 25% þjóðartekna til greiðslu erlendra
lána.
Sagan.
Íbúar Míkrónesíu byggðu eyjarnar fyrir u.þ.b. 3000 árum.
Spánverjar komu fyrstir auga á eyjarnar árið 1526 en þær fóru
ekki að byggjast Evrópumönnum fyrr en síðla á 19. öld.
Þjóðverjar gerðu þær að verndarsvæði á árunum
1885-1914, þegar Japanar hernámu þær.
Árið 1920 gerði Þjóðabandalagið þær að japönsku yfirráðasvæði,
Í febrúar 1944 var Majuro fyrsta eyjan, sem Bandaríkjamenn hröktu
Japana frá í Kyrrahafinu í síðari heimsstyrjöldinni.
Aðrar eyjar fylgdu í kjölfarið.
Bandaríkjamenn hersátu eyjarnar allt stríðið.
Frá
1946 til 1958 notuðu Bandaríkjamenn Bikini- og aðrar kórarhringeyjar
Marshalleyja til tilrauna með kjarnorkuvopn.
Eyjarnar urðu verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna undir stjórn
BNA 1947. Árið 1979 höfnuðu
íbúarnir sameiginlegri stjórnarskrá Míkrónesíu og tóku upp sjálfstjórn
með eigin stjórnarskrá, kjörnu þingi og forseta.
Í
kosningunum 1983 samþykktu íbúarnir að landið skyldi vera frjálst
sambandsríki BNA frá og með árinu 1986.
Bandaríkjamönnum var samtímis tryggður réttur til herstöðva
á eyjunum í a.m.k. 15 ár gegn 30 miljóna dala efnahagsaðstoð á ári.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tóku eyjarnar opinberlenga
af skrá sinni yfir verndarsvæði árið 1990 og landið varð aðili að
samtökunum næsta ár.
Á tímum
kjarnorkutilraunanna urðu íbúar Rongelap-eyjar fyrir hættulegri
geislavirkni. Rannsóknir
á fólki, sem varð fyrir geislavirkni og öðrum, sem voru utan svæðisins,
sýndu fram á aukna tíðni blóðleysis, skjaldkirtilssjúkdóma,
hjartasjúkdóma og æxla.
Þegar
stærsta sprengjan (Bravo) var sprengd, féll geislavirk aska á
Rongelap og mengaði matvæli og drykkjarvatn langt umfram hættumörk
og fisk í hafinu á svæðinu. Íbúar svæðisins voru ekki varaði við fyrr en árið
1983. Afleiðingin var sú,
að þeir urðu að yfirgefa eyjuna og setjast að á Kwajalein-kórlarhringeyjunni.
Deilur
hafa staðið um áætlanir um losun geislavirks urgings á einni hinna
menguðu eyja. Marshalleyingar hafa krafizt greiðslu til að gera menguðu
svæðin byggileg á ný.
KWAJALEIN-EYJA. Kwajalein
er klasi kóralhringeyja í miðvesturhluta Kyrrahafsins í
Ralik-eyjaklasanum. Heildarflatarmál þeirra er 16 km². Í síðari heimsstyrjöldinni vígbjuggust Japanar gríðarlega
á þessum eyjum. Bandaríkjamenn
náðu eyjunum árið 1944. Þar
er herstöð, sem fylgist með tilraunum með kjarnorkuvopn og miðunarstöð
fyrir eldflaugar. |