Ghana,
Flag of Ghana

      Meira

GHANA
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Map of Ghana

Ghana er ríki í Vestur-Afríku við Guineaflóa, 238.533 km² að flatarmáli.  Norðvestan og norðan þess er Burkina Faso, Tógó í austri, Atlantshafið í suðri og Fílabeinsströndin í vestri.  Höfuðborgin er Accra.  Þrátt fyrir tiltölulega smæð sína og fáa íbúa, er Ghana meðal leiðandi þjóða Afríku, sumpart vegna náttúruauðlinda sinna og sumpart vegna þess, að það var fyrsta landið sunnan Sahara til að brjótast undan oki nýlenduherranna og gerði áætlanir um menntun og iðnvæðingu í kjölfarið.  Landið fékk sjálfstæði 6. marz 1957 og nær yfir fyrrum Gullströnd Breta og hluta af Tógólandi, sem var fyrrum verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna undir stjórn Breta.
.
ACCRA
CAPE COAST
KUMASI
SEKONDI-TAKORADI
SUNYANI
TAMALE
TEMA

 TIL BAKA      Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir             HEIM