Tema er borg í Suðaustur-Ghana
við Gíneuflóa ófjarri Accra. Höfn
borgarinnar, sem var byggð á sjötta áratugi 20. aldar og opnuð
fyrir umferð 1961, er einhver hin líflegasta í landinu.
Talsverðar fiskveiðar eru stundaðar frá borginni og framleiðsla
hennar byggist m.a. á fiskvinnslu, áli, olíuhreinsun, efnaiðnaði,
matvælum og byggingarefnum. Áætlaður
íbúafjöldi 1990 var tæplega 181 þúsund. |