Sekondi Takoradi Ghana,
Flag of Ghana


SEKONDI TAKORADI
GHANA

.

.

Utanríkisrnt.

Sekondi-Takoradi er höfuðstaður Vesturhéraðs Ghana og hafnarborg í suðvesturhluta landsins.  Hún varð til við sameiningu hafnarborgarinnar Takoradi og borgarinnar Sekondi árið 1946.  Hún er fiski- og viðskiptamiðstöð með verkstæðum járnbrautanna, sögunarmyllum, frystihúsum og framleiðslu kakós, borðviðar og endurvinnslu fyrir hjólbarða.  Borgin er setur fjöllistaskóla og borgarbókasafni.  Á Sekondi-svæðinu eru rústir virkisins Fort Orange frá 1642, sem ér nú ljósviti.

Hollendingar stofnuðu Sekondi á 16. öld og ensk virki voru byggð þar á hinni sautjándu.  Bærinn var undir sameiginlegri stjórn Breta og Hollendinga til 1872, þegar Bretar fengu full yfirráð.  Strax á fyrstu árum 20. aldar hófst blómaskeið hennar með járnbrautarsambandi við námusvæðin inni í landi.  Sænskt virki var byggt í Takoradi árið 1640 á svæði, sem var að öðru leyti óbyggt fram undir 1920, þegar hafnarmannvirkin voru byggð.  Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 117 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM