Sunyani er borg í miðvesturhluta
Ghana. Hún er umkringd
frumskógi Efra-Ashanti-hálendisins.
Borgarstæðið var áningarstaður fílaveiðimanna síðla á
19. öld. Bretar komu þar
upp héraðsmiðstöð árið 1924 og með vegarlagningunni til Kumasi
og Sunyani varð hún viðskiptalega mikilvæg vegna flutnings kakós,
kolahnetna, kartaflna (yams) og maís.
Í Sunyani er íþróttaleikvangur og Krýningargarðurinn og
skammt utan hennar er flugvöllur.
Áætlaður íbúafjöldi 1984 var tæplega 39 þúsund. |