Vatikaniđ meira,


VATIKANIĐ
MEIRA

.

.

Utanríkisrnt.

 

Allt frá 4. öld til 1870 fékk Vatíkaniđ smám saman yfirráđ yfir landinu umhverfis Róm og ţjónađi sem höfuđborg Páfaríkjanna.  Áriđ 1929 viđurkenndi fasistastjórn Ítalíu fullveldi Vatíkanborgarinnar.  Páfinn, sem er kosinn yfirmađur katólsku kirkjunnar, fer međ ćđstu völd í ríkinu.  Hann hefur framkvćmda-, löggjafar- og dómsvald međ höndum.  Áriđ 1984 var fimm kardínálum undir stjórn innanríkisráđuneytisins falinn almennur rekstur ríkisins.  Íbúar ríkisins auk presta og nunna, sem eru flest, eru hundruđ leikmanna í ýmsum störfum.

Allmargar byggingar í eigu Vatíkansins í Róm, utan Páfagarđs, njóta sömu stöđu og sendiráđ auk Gandolfokastala, sem er sumardvalarstađur páfa í Albanhćđunum.  Vatíkaniđ rekur sendiráđ í mörgum löndum.

Menningarlífi í Vatíkaninu hefur hnignađ mjög síđan á endurreisnartímanum, ţegar páfarnir voru međal fremstu verndara listalífsins.  Margt í Páfagarđi dregur samt til sín listamenn, lćrlinga í listum og ferđamenn, s.s. Vatíkansafniđ og myndasafniđ, freskur Michelangelos í Sixtínsku kapellunni, freskur Pinturicchio í Borgiasölunum og Stanza eftir Rafael.  Margra ára hreinsun og endurgerđ verka Michelangelos í Sixtínsku kapellunni gera gestum kleift ađ skođa ţau í allri sinni litadýrđ.

Postulabókasafn Vatíkansins hýsir ómetanlegt safn u.ţ.b. 150 ţúsund handrita og 1,6 milljónir prentađra bóka, margar frá ţví fyrir Kristsburđ og snemmkristnum tímum.  Vatíkaniđ gefur út dagblađ,  L’Osservatore Romano,, sem hefur mikil áhrif og prentsmiđjan getur prentađ bćkur og lesefni á 30 tungumálum.  Sjónvarp hefur veriđ rekiđ frá 1983.  Útvarpađ er á 37 tungumálum í mörgum hlutum heims.  Páfagarđur komst á menningarvarđveizlulista UNESCO 1984.

.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM