Castel Gandolfo Vatikanið,


CASTEL GANDOLFO
VATIKANIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Castel GandolfoCastel Gandolfo er þorp og höll í Lazio- (Latium-) sýslu í Rómarhéraði við Albanovatn í Arbanhæðum sunnan Rómar.  Höllin er sumardvalarstaður páfa.

Þorpið er líklega á sama stað og hin forna Alba Longa og dregur nafn af hertogahöll fjölskyldunnar Gandolfini frá 12. öld.  Árið 1608 varð hún eign Vatíkansins og páfahöllin var byggð.  Urban VIII (1623-44) hóf verkið.  Alexander VII, Klemens XIII og Pius IX létu stækka hana.  Hallarsvæðið nýtur sömu sérréttinda og Vatíkanið.  Stórkostlegur hallargarðurinn er á hjöllum.  Í honum er smáhöllin Barberini, sem var byggð á rústum hallar rómverska keisarans Domitians.  Móttökusalur hallarinnar eru þaktir eðalmarmara, glitvefnaði og veggtjöldum og þilspjöldum eftir Carlo Dolci, Paolo Veronese og Salvator Rosa.  Barberinihöllin hefur hýst stjörnuathugunarstöð Vatíkansins síðan 1936, sem Gregory XIII stofnaði (1572-85).  Við torgið andspænis sumarhöllinni er San Tommaso di Villanova-kirkjan.  Hún er verk Lorenzo Bernini, sem vann einnig með Carlo Maderno við byggingu hallarinnar.  Þorpið er þekkt fyrir ræktun pera og vínviðar og fiskveiðar í vatninu.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1993 var tæplega 7000.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM