Vatikanið söfn sýningar,


VATIKANIÐ
SÖFN og SÝNINGASALIR

.

.

Utanríkisrnt.

Listasöfn páfanna allt frá upphafi 15. aldar eru í höllum og öðrum byggingum Vatikansins.  Pio-Clementino-safnið var stofnað á 18. öld (Klemens XIV) og Píus VI lét stækka það.  Þar eru fornar styttur, sem söfnuðust eftir að Júlíus II lagði grundvöllinn að safninu.  Píus VII stofnaði Chiaramonti höggmyndasafnið á 19. öld og fól Antonío Canova, myndhöggvara, að hanna það.  Það er einnig helgað fornverkum og skiptist í þrjár deildir:  Sal, sem Bramante hannaði, Nýju álmuna (Braccio Nuovo) og salinn með fornu áletrununum.  Gregory XVI stofnaði Gregorísk-etrúskasafnið árið 1836 (endurskipulagt 1924).  Þar eru minjar frá tímum etrúska og úr Regolini-Galassi-grafhýsinu (þ.á.m. skartgripir).  Gregory XVI stofnaði einnig Egypzka safnið (Museo Gregoriano Egizio), sem var opnað almenningi 1839.  Píus VI stofnaði Pinacoteca árið 1797.  Það hefur verið í núverandi húsnæði, sem Píus XI lét reisa, síðan 1932.  Þar er frábært safn trúarlegra málverka auk verka frá Rússlandi og Býzans.  Árið 1956 var sofnað safn nútímaverka með verkum 19. og 20. aldar listamanna (Renoir, Seurat, Van Gogh, Rouault, Matisse og Picasso).  Árið 1973 var opnað samtímasafn í 65 sölum Vatikanhallarinnar með verkum evrópskra og bandarískra listamanna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM