Lögreglan Vatikanið,


VATÍKANIÐ
LÖGREGLAN

.

.

Utanríkisrnt.

Lögregla Páfagarðs var stofnuð á 19. öld undir stjórn páfa.  Hún bar ábyrgð á lögum og reglu innan Vatíkansins.  Síðla á 19. öld og snemma á hinni 20. deildi hún ábyrgð með Svissneska lífverðinum, heiðurslífverðinum og aðalslífverðinum.  Heiðurslífvörðurinn var stofnaður 1850 og taldi u.þ.b. 750 hermenn tíu árum síðar.  Hann tók þátt í aðgerðum utan Páfagarðs þar til ítalskar hersveitir lögðu Róm undir sig 1870, þegar hermönnum hans var fækkað verulega.  Aðalslífvörðurinn (80 manns) varð til úr riddaraliðinu árið 1744 og fékk annað nafn snemma á 19. öld.  Liðsmenn hans eru komnir af aðalsfólki og fara um ríðandi með páfa við hátíðleg tækifæri.  Árið 1970 leysti Páll VI, páfi, herdeildina upp ásamt heiðursverðinum og lögreglunni.  Einkafyrirtæki var falin öryggisgæzla Vatíkansins.  Það gerir út lögreglulið.  Lögreglan í Róm annast öryggisgæzlu á Péturstorginu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM