Suður Kórea meira,
Flag of Korea, South

MONSÚN
MISSERISVINDAR

ÍBÚARNIR MENNINGIN TÖLFRÆÐI EFNAHAGSMÁL
STJÓRNSÝSLAN

SUÐUR-KÓREA
MEIRA

Map of Korea, South
.

.

Utanríkisrnt.

RÆÐISMENN

Booking.com

LANDIÐ Stærsti hluti Kóreuskagans er frá forkambrískum tíma (>540 milljón ára) og helztu bergtegundir eru granít og gneiss.  Landið er að mestu fjöllótt með dalverpum og láglendi með ströndum fram.  T’aebaek-fjöllin, sem marka vatnaskil Kóreuskagans, liggja frá norðri til suðurs meðfram austurströndinni inn í Norður-Kóreu.  Nokkrir fjallgarðar kvíslast út frá þeim til suðvesturs.  Hinn mesti þeirra, Sobaek-fjöll, bugðast þvert yfir skagann.  Fjöllin í Suður-Kóreu eru ekki há og rísa hæst í 1708 m og 1904 m í T’aebaek-fjöllum (Sorak-fjall og Chiri-fjall).  Hæsta fjall landsins er útbrunnið eldfjall, Halla á Cheju-eyju (1950m).  Cheju-eyjar eru tvær eldfjallaeyjar fyrir suðuroddanum og Ullung-eyja u.þ.b. 140 km frá austurströndinni í Japanshafi.  Á meginlandinu er eitt eldbrunnið svæði í Kangwon-héraði.  Talsvert láglendi er meðfram neðri hluta helztu fljótanna.  Austrurströndin er tiltölulega bein en suður- og vesturstrendurnar eru þéttskornar víkum með fjölda eyja.  Munurinn milli flóðs og fjöru í hinu grunna Gulahafi er allt að 9 metrum, mestur við Inch’on, hafnarborg Seoul.

Vatnasvið og jarðvegur.  Aðalfljót Suður-Kóreu eru Han, Kum og Naktong, sem eiga sér öll upptök í T’aebaek-fjöllum.  Þær streyma um fjöllin niður á láglendið.  Flestar ár landsins stefna til vesturs eða suðurs, annaðhvort til Gulahafs eða Austur-Kínahafs.  Fáar, straumharðar og stuttar ár renna til austurs frá T’aebaek-fjöllum.  Naktongáin er lengst og rennur 536 km til suðurs út ít Kóreusund.  Vatnsmagn ánna er mjög mismunandi og mest á sumrin, þegar mest rignir.

Jarðvegurinn er að mestu úr graníti og gneiss.  Sandborinn og brúnn jarðvegur er algengur.  Yfirleitt er hann vel skolaður og inniheldur lítið af lífrænum efnum.  Öskugrár skógajarðvegur finnst uppi í hálendinu.

Loftslagið.  Asíska meginlandið hefur mest áhrif á loftslag Kóreuskagans.  Það veldur miklum hitamun milli sumars og vetrar og norðaustan misserisvindinum (monsún), sem hefur áhrif á úrkomumunstur landsins.  Hitamunurinn í norðurhlutanum og inni í landi er meiri en í suðurhlutanum og með ströndum fram, þar sem meginlandsloftslagsins gætir ekki eins mikið.

Veturnir eru tiltölulega kaldir og þurrir og sumrin eru heit og rök.  Meðalhiti kaldasta mánaðarins, janúar, er –5°C í Seoul en 2°C í Pusan á suðausturströndinni.  Sumarhitinn er fremur jafn um allt landið (ágúst: 25°C).  Meðalársúrkoman er 900-1500 mm á meginlandinu.  Taegu á austurströndinni er þurrasta svæðið en suðurströndin er úrkomusömust.  Á Suður-Cheju-eyjum er meðalársúrkoman 1750 mm.  Nærri 40% ársúrkomunnar fellur til jarðar á tímabilinu júní-ágúst, þegar sumarmonsúninn ríkir.  Þessa munar gætir minna í suðurhluta landsins.  Vetrarúrkoman er aðallega snjór og mest snjóar í T’aebaek-fjöllum.  Í norðanverðu hálendinu eru að meðaltali 170 frostlausir dagar á ári og á Cheju-eyjum eru þeir rúmlega 240.

Flóra og fána.  Löng, heit og rök sumrin eru hagstæð þéttvaxinn og fjölbreyttan gróður landsins (4500 teg. eru þekktar).  Fyrrum þöktu skógar u.þ.b. tvo þriðjunga landsins en nú er upprunalegur skógur landsins að mestu horfinn.  Á litlum svæðum á suðurströndinni og á Cheju-eyjum eru sígræn, jaðartrópísk skógasvæði með breiðlaufungum (kamelíutré og kamfórutré) og barrtrjám.  Á skógasvæðum, sem fella laufin á haustin, eru m.a. eik, hlynur, elri, zelkova og birki.  Ýmsar tegundir furu eru algengar og víða finnst lerki, greni og ýr.  Meðal náttúrulegra trjáa er runni af ólífuætt (Abeliophyllum distichum).

Dýralífið á skaganum öllum er líkt og í Norðaustur-Kína.  Talsvert er af dádýrum.  Fyrrum var mikið um tígrisdýr, hlébarða, gaupur og birni en nú eru þessar tegundir mjög fátíðar.  Fuglategundir eru u.þ.b. 380, flestar farfuglar.  Margar tegundir fiska, skriðdýra og annarra vatnadýra eru í hættu vegna ofnýtingar og mengunar nema á hlutlausa beltinu beggja vegna 38. breiddarbaugsins, þar sem umferð manna hefur verið bönnuð síðan á fyrri hluta fimmta áratugar 20. aldar.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM