Efnahagur
landsins hefur batnað gríðarlega frá því á sjöunda áratugnum.
Síðan þá hefur þjóðin breytzt úr fátæku bændasamfélagi
í eitthvert þróaðasta iðnaðarsamfélag heims.
Þessi þróun hefur einkum orðið vegna útflutningsiðnaðar
í skjóli ríkisins. Stjórnmálamenn
og viðskiptajöfrar lögðust á eitt við skipulagningu og markvissar
aðgerðir, sem var hrint af stokkunum 1962 samtímis áætlunum um þróun
efnahagsmála. Fyrst var kröftunum
beint að framleiðslu vefnaðarvöru og ýmsum öðrum léttum iðnaði
og á áttunda áratugnum fylgdi þungaiðnaður, járn-, stál- og
efnaiðnaður. Síðar voru byggðar verksmiðjur til framleiðslu bíla,
elektrónískra vara o.fl.
Ríkisstjórnir
landsins stýrðu iðnþróuninni og styrktu aðallega þróun í átt
til stórreksturs (chaebol). Þessi
stefna gerði litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum sífellt erfiðara
að afla fjármagns og þau runnu í síauknum mæli á hönd stórfyrirtækjanna
sem undirverktakar. Endurfjármögnun
útflutningsiðnaðarins olli samdrætti í framleiðslu neyzluvöru og
allmennri eyðslu. Umskipti
á þessu sviði urðu í kringum 1980 og aðgangur almennings að lánsfé
batnaði, þegar ríkið dró smám saman úr afskiptum af iðnþróuninni.
Verkalýðsfélög
náðu verulegum árangri í samningum um hækkun launa á 9. áratugnum
og markaðurinn innanlands naut góðs af.
Aukinn launakostnaður gerði samkeppnisstöðuna á heimsmarkaðnum
erfiðari.
Námuvinnsla
og orkugeirinn.
Auðæfi í jörðu eru af skornum skammti í Suður-Kóreu.
Mikilvægustu birgðirnar eru hörð kol, járngrýti, grafít,
gull, silfur, tungsten, blý og sink, sem vega u.þ.b. 2/3 af vinnslu
jarðefna í krónum talið. Grafít-
og tungstenbirgðirnar eru meðal hinna mestu á jörðinni.
Mest áherzla er lögð á vinnslu kola og járngrýtis.
Allt fljótandi eldsneyti er flutt inn og einnig mestur hluti málma,
þ.m.t. járn.
Rúmlega
helmingi orkuþarfa landsins er mætt með kola- eða olíuorkuverum.
Olían hefur sótt á eftir að fyrsta olíuhreinsunarstöðin
var opnuð 1964. Vatnsorkuver
eru fá og flest þeirra eru við Hanána í grennd við Seoul.
Kjarnorkuver verða sífellt mikilvægari í raforkuframleiðslunni.
Landbúnaður.
Ræktað land nemur tæplega fjórðungi heildarflatarmáls
landsins. Hluti landbúnaðar
í vergri þjóðarframleiðslu fer síminnkandi og er ekki svipur hjá
sjón miðað við mikilvægi hans allt fram á sjötta áratuginn.
Framfarir í landbúnaði hafa takmarkast af smæð búanna, þar
sem mest er byggt á hefðbundnum vinnuaðferðum.
Þar að auki hefur fólki fækkað mjög í sveitum landsins og
mörg bú standa ónýtt, þegar eigendur þeirra falla frá.
Mikilvægustu uppskerurnar eru hrísgrjón, bygg, hveiti,
sojabaunir, kartöflur, hirsi og mikið úrval grænmetis.
Algengt er, að tvær uppskerur fáist af hrísgrjónum og byggi
á ári í suðurhéruðunum.
Skógarhögg
og fiskveiðar.
Trjárækt var hafin fyrir alvöru á áttunda áratugnum á svæðum,
sem voru orðin skóglaus. Timburframleiðsla
stendur aðeins undir broti af þörfinni.
Skógarhögg byggist á barrtrjám í fjalllendi Kangwon og Norður-Kyongsang-héruðunum.
Framleiðsla borðviðar byggist aðallega á innfluttu timbri.
Fiskveiðar
hafa löngum verið mikilvæg atvinnugrein, bæði sem sjálfsþurftarbúskapur
og til útflutnings. Landið
er nú í röð mestu úthafsveiðilanda heims.
Veiðar með ströndum fram og fiskirækt hafa þróast samhliða
auknum úthafsveiðum.
Iðanaður.
Vefnaður og annar mannfrekur iðnaður lifði sitt blómaskeið
í efnahagslífinu og er enn þá veigamikill í tengslum við útflutning.
Þungaiðnaður er háþróaður.
Fjárfrekur iðnaður og tækniiðnaður urðu mikilvægari á níunda
áratugnum, s.s. skipasmíðar, framleiðsla farartækja og elektrónísks
varnings. Samtímis var lögð
aukin áherzla á lífefnaiðnað og tæki til geimferða ásamt vaxandi
þjónustuiðnað. Þungamiðja
framleiðsluiðnaðar er í Seoul og nágrenni en þungaiðnaður aðallega
í suðausturhluta landsins. Meðal
stærstu fyrirtækjanna þar eru stálverksmiðjurnar í P’ohang.
Fjármál
og viðskipti. Kóreubanki
er ríkisrekinn seðlabanki með höfuðstöðvar í Seoul. Hann sér um seðlaútgáfu og eftirlit með rekstri annarra
fjármálastofnana. Allir
bankar landsins voru þjóðnýttir semma á sjöunda áratugnum en var
að mestu skilað eigendum sínum snemma á tíunda áratugnum.
Erlendum bönkum og fjármálastofnunum var veittur aðgangur að
landinu eftir 1960 og árið 1992 hófu erlend fyrirtæki kauphallarviðskipti
í kauphöllinni í Seoul.
Suður-Kórea
hefur fengið stórfé að láni á alþjóðamörkuðum til að standa
undir útrásinni á sviði iðnaðar og góður árangur hefur gert
landinu kleift að standa við skuldbindingarnar og minnka skuldirnar.
Viðskiptajöfnuður þjóðarinnar hefur löngum verið hóflega
neikvæður. Innflutningurinn
byggist aðallega á vélakosti, fljótandi eldsneyti, framleiðsluvörum,
hráefni til vefnaðariðnaðar, málmgrýti og brotajárni.
Útflutningurinn byggist aðallega á velum, vefnaðarvöru,
farartækjum, fatnaði og skóm. Aðalviðskiptalönd
Suður-Kóreu eru BNA, Japan, ESB og lönd Suðaustur-Asíu.
Samgöngur.
Samgöngukerfi landsins var bætt og stækkað verulega eftir
1960. Áherzla var lögð
á hraðbrautir og samgöngur í lofti.
Vegagerðin hafði þó ekki við hraðri og gífurlegri fjölgun
farartækja, einkum í þéttbýli.
Flestir landsmenn ferðast akandi og lungi vöruflutninga fer um
vegakerfið. Fyrsta fjölakreina
hraðbrautin milli Seoul og Inch’on var opnuð 1968 og síðan voru
hraðbrautir byggðar til að tengja aðalborgir landsins.
Rútukerfið í landinu er velskipulagt.
Járnbrautakerfið
er að mestu í eigu ríkisins. Fram
til 1960 ferðuðust flestir með lestum og mestur hluti vöruflutninga
fór fram með þeim. Járnbrautirnar
eru að langmestu leyti af staðlaðri breidd og tvær samsíða brautir
liggja milli Seoul og Pusan um Taejon og milli Seoul og Inch’on og
margar lestir ganga fyrir rafmagni.
Umferð milli Seoul og Pusan er gífurlega mikil.
Alþjóðaflug
hófst fyrir alvöru snemma á sjöunda áratugnum.
Flestar aðalborgir njóta nú áætlunarflugs. Kimp’o-alþjóðaflugvöllurinn við Seoul þjónar öllu
landinu ásamt flugvöllunum í Pusan og Cheju.
Hafnir hafa verið stækkaðar verulega vegna ört vaxandi viðskipta.
Helstu hafnir landsins eru í Pusan, Inch’on, Ulsan og Cheju. |