Moldóva
var stofnuð sem sjálfstætt ríki út úr Rúmeníu árið 1924 en var
þröngvað inn í sovézka ríkjasambandið af Stalín árið 1940.
Sovétríkin neyddu Rúmena til að láta Bessarabíu af hendi og
stofnuðu Sovétlýðveldið Moldovu í stærsta hluta hennar.
Rúmenar náðu Bessarabíu aftur á sitt vald í síðari
heimsstyrjöldinni, þegar þeir börðust við hlið Þjóðverja, en
misstu hana aftur við stríðslok 1944.
Þá voru landamæri Sovétríkjanna og Rúmeníu frá 1940 staðfest
í París 1947, auk þess sem staðfest var að Moldova væri með réttu
Sovétlýðveldi. Trúlega
munu sterk bönd myndast á ný við Rúmeníu en munur moldóvísku
og rúmensku er vart merkjanlegur og sterk menningar- og söguleg tengsl eru á
milli ríkjanna. |