Moldóva landið náttúran,
[Moldovan flag]


MOLDÓVA
LANDIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Moldóva er að mestu hæðótt slétta í 147 m hæð yfir sjó að meðaltali.  Hæsti staður landins liggur 429,5 m.y.s.  Þrátt fyrir þessa lýsingu er víða brattlendi.  Þarna ríkir meginlandsloftslag, sem mildast svolítið af áhrifum frá Svartahafi.  Vetur eru fremur mildir með -3°C til -5°C í janúar og í júlí >20°C.  Hitinn getur farið upp í 40°C.  Úrkoman er fremur lítil og óregluleg, minnst í suðurhlutanum (350 mm) og mest á hæstliggjandi svæðum (>600 mm).  Áveitubúskapur er stundaður í suður- og suðausturhlutum landsins.  Allar ár og lækir falla til Svartahafs.  Árnar Dnestr og Prut eru stærstar.  Landið skiptist aðallega í steppur og skóglendi (beyki, eik og smávaxið hvítbirki).  Fyrrum þöktu skógar u.þ.b. þriðjung landsins en nú eru þeir aðeins um miðbik þess.  Fjöldi villtra dýrategunda lifir í landinu en verulega dró úr fjölda úlfa á 20. öldinni.  Dádýr eru algeng en þó hefur stofn blettadádýra minnað mikið (upprunalega frá Austurlöndum fjær).  Nokkuð er um dýr af hreysikattaætt, s.s. greifingja og merði.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM