Moldóva efnahagur,
[Moldovan flag]


MOLDÓVA
EFNAHAGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Landbúnaður er aðalatvinnugrein Moldóva með næstum þriðjung vinnuaflsins og 40% vergrar þjóðarframleiðslu.  Mikið er ræktað af vínberjum, tóbaki og framleitt af rósaolíu.  Akrarnir eru einnig nýttir til ræktunar hveitis, sykurrófna og ávaxta.  Kvikfjárrækt, kjöt- og mjólkurvinnsla eru mikilvægar greinar, sem standa undir 34% þjóðarframleiðslunnar og nýtir 22% vinnuaflsins.  Víngerð og sykurframleiðsla eru veigamiklir atvinnuvegir.  Verksmiðjur landsins framleiða einnig fatnað, byggingaefni, vélbúnað til landbúnaðar og kælitæki.  Hrun Sovétkerfisins skaðaði efnahag landsins vegna missis markaða og borgarastyrjalda á Trans-Dnestr-svæðinu.  Árið 1992 féll þjóðarframleiðslan um 30%.  Léttiðnaðurinn, sem byggir mestan hluta viðskipta sinna á útflutning, varð verst úti.  Moldóvar notuðu rússnesku rúbluna sem gjaldmiðil til 1993, þegar þeir gáfu út sinn eiginn, leu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM