Moldóva íbúarnir,
[Moldovan flag]


MOLDÓVA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Íbúafjöldi Moldóvu árið 1992 var tæplega 4,4 miljónir (130 manns á hvern km2), sem gerði landið að þéttbýlasta Sovétlýðveldið.  Lífslíkur frá fæðingu árið 1991 voru 69 ár.  Aðeins 47% íbúanna bjuggu þá í þéttbýli.  Höfuðborgin Chisinau er stærsta þéttbýlið (676 þús. 1990) en aðrar helztu borgir eru Tiraspol og Tighina.

Moldóvar, sem tala rúmensku (rómanskt mál), eru tæplega tveir þriðjungar landsmanna.  Næstflestir eru Úkraínumenn og Rússar (13% hvort þjóðerni).  Þarna er einnig nokkuð um Búlgara og gagauzfólk, sem tala tyrknesku.  Gagauzfólkið, sem býr í suðvesturhluta landsins, hefur barizt fyrir sjálfstjórn.  Rússar, sem búa á austurbakka Dnestr-árinnar hafa skyggt á þessar kröfur með sjálfstæðisyfirlýsingu með tilstyrk 14. rússneska hersins.  Langflestir Moldóvar aðhyllast rétttrúnaðarkirkjuna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM