Portúgal meira,
Flag of Portugal

ÍBÚARNIR
SAMGÖNGUR
NÁTTÚRAN
STJÓRNARFAR
MENNING
EFNAHAGUR
SAGAN
TÖLFRÆÐI

PORTÚGAL
MEIRA

Map of Portugal
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

HÁSKÓLAR
í PORTÚGAL

Strandlengja landsins er rúmlega 830 km löng og 80% hennar snúa í vestur.  Ströndin er lítt vogskorin nema þar sem eru árósar stærstu ánna eða náttúruhafnir.  Mikilvægustu hafnirnar eru í höfuðborginni Lissabon og árósum Tagus-, Sado- og Setúbalánna.  Innsiglingin í ósa Tagusárinnar er löng og djúp og víkkar inn til landsins en aðrar hafnir eru að mestu manngerðar og í skjóli höfða, s.s. í Leixões og Sines.
Madeiraeyjar eru 8 eldfjallaeyjar í Atlantshafinu 991 km suðvestan meginlandsins.  Tvær þeirra, Madeira

(795 km²) og Porto Santo eru byggðar.  Hæsti tindur Madeira rís 1851 m yfir sjó og eyjan er sundurskorin af giljum og djúpum gljúfrum.

Azoreeyjar eru 9 talsins, sem teygjast í þremur klösum 660 km yfir Mið-Atlantshafið.  Austasta eyjan, Santa Maria, er 1446 km frá ströndum Portúgals.  Hin vestasta, Flores, er 2035 km frá Racehöfða í Nýfundalandi.  Eyjarnar eru eldvirkar og stundum verða eldgos.  Landslag þeirra ber vott um þessa eldvirkni, þegar litið er á klettóttar strendur, gígvötn, flata dali, sléttur og fjallgarða.

PORTÚGAL AÐALSÍÐA

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM