Portúgal stjórnsýsla stjórnarfar,
Flag of Portugal


PORTÚGAL
STJÓRNARFAR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Portúgal varð sýndarlýðveldi, þegar einræðisstjórninni var bylt árið 1910.  Miklar breytingar urðu eftir byltinguna 1974, þegar alræðisstjórninni, sem António de Oliveira Salazar myndaði 1932, var ýtt úr sessi.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1976 er æðsti maður ríkisins forsetinn, sem er kosinn í almennum kosningum á fimm ára fresti.  Hann er fulltrúi þjóðarinnar út á við, stjórnandi hersins og útnefnir forsætisráðherra í samræmi við úrslit þingkosninga.  Hann útnefnir ráðherra ríkisstjórna í samræmi við tillögur forsætiráðherra, hefur tillögurétt á þingi landsins og ákveður kosningar í samráði við ríkisráðið.  Ríkisráðið og ríkisstjórnir móta stefnur í stjórnmálum samkvæmt stjórnarskránni.  Í ríkisstjórninni sitja ráðherrar og nokkrir ráðgjafar, sem þjóna sem ráðherrar án ráðuneyta.  Forsætisráðherran er ábyrgur gagnvart forsetanum og þinginu og er jafnframt félagsmálaráðherra samkvæmt hefð.  Á þingi sitja 250 þingmenn, sem eru kjörnir til fjögurra ára í senn í hlutfallskosningum.

Meðal hlutverka hersins er að varðveita lýðræðið í landinu eftir byltinguna 1974.  Byltingaráðið starfaði samkvæmt stjórnarskránni til 1982, þegar ríkisráðið og stjórnarskrárdómstóllinn tóku við.  Í ríkisráðinu sitja forsetinn, þingforsetinn, forsætisráðherrann, forseti stjórnarskrárréttarins, ríkislögmaðurinn, ráðherrar heimastjórnarsvæða, fyrrum forsetar lýðveldisins, fimm aðilar, sem forsetinn útnefnir og aðrir fimm, sem þingið velur.  Stjórnarskrárrétturinn er skipaður 13 dómurum.  Neðsta stjórnsýslustigið er sveitastjórnir, sem eru u.þ.b. 4000.  Næst koma borgarstjórnir, sem eru 305 alls.  Snemma á níunda áratugnum var stefnt að stofnun stjórnsýslustigs milli hinna framangreindu og ríkisstjórnarinnar til að auka valddreifinguna.  Madeira- og Azoreeyjar eru heimstjórnarsvæði vegna landfræðilegrar legu, sérstöðu í efnahags-, félags- og menningarmálum auk sögulegrar baráttu fyrir aukinni sjálfstjórn.  Hvert heimastjórnarsvæði hefur eigin ríkisstjórn og forseta og löggjafarþing.

Lögreglu landsins er skipt í þrjár deildir.  Almenna öryggislögreglan og þjóðvarðliðið eru undir stjórn innanríkisráðuneytisins.  Í þjóðvarðliðinu er vegalögreglan, sem annast dreifbýlið en almenna öryggislögreglan heldur uppi lögum og reglu í borgum og bæjum og annast umferðarstjórn.  Tollalögreglan starfar undir fjármálaráðuneytinu og er staðsett alls staðar á landamærastöðvum og þar sem vara er flutt inn.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM