Samgöngumálum
var lítið sinnt áður fyrr en mikið átak var gert í þeim málum
eftir aðildina að ESB.
Fjögurra akreina hraðbraut var byggð milli Lissabon og Porto
og sams konar vegir eru í byggingu milli þessar borga og Spánar.
Þjóðvegir tengja stærstu borgir, landamærin og mikilvægustu
hafnarborgirnar.
Sveitavegir liggja á milli allra staða inni í landinu og stöðugt
er verið að bæta vegakerfið.
Margir aðalvega landsins voru lagðir í frumbernsku landsins.
Áætlanir frá fyrri hluta nínunda áratugarins náðu til
lagningar háhraða járnbrautar milli Lissabon og Madrid.
Alþjóðaflugvöllurinn Portela í Lissabon er miðstöð millilandaflugsins
og portúgalska ríkisflugfélagsins TAP (Transportes Aéreos
Portugueses), sem annast áætlunarflug innanlands og utan.
Áætlanir eru uppi um byggingu stórs alþjóðaflugvallar
handan Tagusárinnar við Lissabon.
Mikilvægir flugvellir eru við Porto og Faro. |