Portúgal
er á Atlantshafsströnd Íberíuskagans í Suðvestur-Evrópu.
Norður- og austurlandamæri landsins liggja að Spáni.
Heildarflatarmál landsins er 92.389 km².
Það nær yfir u.þ.b. 16% Íberíuskagans vestanverðs.
Langslag þess er mjög fjölbreytt og í Estrelafjöllum rís það
hæst (1991m). Vestan
landsins eru eyjarnar Madeira og Azoreeyjar, sem tilheyra því. Fyrrum
var Portúgal meðal mestu nýlenduvelda heimsins en er nú horfið úr þeim
félagsskap eftir að Macao var skilað til Kínverja árið 1999.
Landið er aðili að Evrópusambandinu og NATO og hefur
því meiri áhrif á alþjóðavettvangi en stærð
þess gefur til kynna.
Hvað sem því líður er Portúgal meðal fátækustu landa
Vestur-Evrópu. Aðeins 11,6%
landsins liggja ofar 700 m hæð. Flest
fjöllin eru norðan Tagusárinnar, sem streymir úr norðaustri til suðvesturs
og skiptir landinu. Norðan
hennar eru 90% lands hærri en 400 m en að sunnanverðu er aðeins einn
fjallgarður u.þ.b. 1000 m hár. |