Portúgalska
nafn eyjanna er Arquipélago dos Açores.
Aðaleyjar þessa eyjaklasa í Norður-Atlantshafi eru níu
talsins. Þær liggja u.þ.b.
1600 km vestan Portúgals. Heildarflatarmál
alls eyjaklasans er u.þ.b. 2247 km² en þær skiptast í þrjá klasa:
Austureyjarnar São Miguel, Santa Maria og Formigaseyjar; Miðeyjarnar
Faial, Pico, São Jorge og Terceira og Norðvestureyjarnar Flores og
Corvo. Höfuðborgin
er Ponta Delgada á São Miguel. Nálægasti
staður á meginlandinu er Rocahöfði í Portúgal, sem er 1408 km austan
Santa Maria, þannig að Azoreeyjar eru hinar fjarlægustu meðal
Austur-Atlantseyja frá meginlandinu.
Þær rísa sæbrattar úr hafi, allt upp í 2351 m á Pico, og
sums staðar eru litlar malarfjörur í víkum.
Jarðfræðilega eru þær óstöðugar eins og kemur fram í jarðskjálftum
og eldgosum. Árið 1522 grófst
bærinn Vila Franca do Campo og síðan höfuðborgin á São Miguel í
jarðskjálftum og eldgosum og 1957-58 stækkaði Capelihnoseldgosið
Faialeyju. |