Loftslagið
á eyjunum er jaðatrópískt og mjög rakt.
Gróður er ríkulegur og er einkum ættaður frá Evrópu og Miðjarðarhafslöndum.
Blandaðir skógar þekja enn þá hlíðar margra eyjanna.
Mikið er ræktað af hveiti og maís, grænmeti og ávöxtum (þ.m.t.
ananas og vínber).
Eyjarnar
fundust í kringum 1427, þegar Diogo de Senill (eða Sevilha),
konunglegur landkönnuður, kom þangað.
Þá fundust engin merki um fyrri mannvistir á neinni eyjanna. Þær byrjuðu að byggjast í kringum 1432 undir stjórn
portúgalska embættismannsins Velho Cabral.
São Miguel var numin 1444 og Terceira nokkrum árum síðar. Í lok 15. aldar voru allar eyjarnar byggðar og viðskipti
við Portúgal mikil. Frá
1580-1640 voru eyjarnar spænskar eins og Portúgal.
Þar var miðstöð spænska Vestur-Indíaflotans á heimleið,
þannig að eyjarnar og hafið umhverfis þær varð vettvangur baráttunnar
á hafinu milli Englendinga (Elísabet I) annars vegar og Portúgala og
Spánverja hins vegar.
Eyjarnar
höfðu enga sérstjórn nema á spænska tímanum til ársins 1766, þegar
de Pombal markgreifi setti landstjóra og hershöfðingja yfir þær.
Ný stjórnarskrá var samþykkt 1832 og eyjunum veitt takmörkuð
sjálfstjórn 1895. Azoreeyjar
nútímans hafa heimastjórn og sömu stöðu og héruð Portúgals að
auki. Portúgalar einokuðu
viðskiptin við eyjarnar þar til skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina,
þegar Bretar, Bandaríkjamenn og Þjóðverjar komu til skjalanna. Mikið er flutt út af útsaumuðu handverki, ananas, niðursoðnum
fiski og víni.
Flestir
íbúanna eru af portúgölsku bergi brotnir og rómversk-katólskir.
Aðalhafnir eru Angra do Heroísmo, Ponta Delgada og Horta.
Lajes og Santa Maria urðu mikilvægar flugstöðvar milli BNA og
Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni og samkvæmt samningum við
NATO hafa Bandaríkjamenn rekið herstöð á Lajes síðan 1951.
Veðurathuganir á Azoreeyjum voru mikilvægar þar til
gervitungl komu til sögunnar. Áætlaður íbúafjöldi eyjanna 1992 var 236.500.
Ponta Delgada
er stærsta borg eyjanna og höfuðborg heimastjórnasvæðis þeirra.
Hún er á suðurströnd São Miguel og varð önnur höfuðborg
eyjanna, þegar hún tók við af Vila Franca do Campo 1540.
Mikið tjón varð í borginni vegna risaflóðöldu árið 1839
en hún var endurbyggð. Kraftaverkakirkja
Krists er mikið sótt af pílagrímum.
Milt loftslag og ríkulegur gróður laða marga ferðamenn að
á veturna. Hafnargarður
borginnar er u.þ.b. 1600 m langur og höfnina sækja mörg
flutningaskip til að fá eldsneyti eða minni háttar viðgerðir.
Ponta Delgada er aðalviðskiptamiðstöð Azoreeyja.
Þaðan er mikið flutt út af ananas, appelsínum, te, víni,
kornvöru, grænmeti og mjólkurvörum.
Sykurvinnsla og áfengisframleiðsla eru aðaliðnaðurinn.
Háskóli Azoreeyja var stofnaður í borginni árið 1976.
Innlent skipafélag annast reglulegar ferðir til Portúgal, Norður-Evrópu
og BNA. Áætlaður íbúafjöldi
1991 var 21.100.
Failaeyja,
Ilha do Faial, er 173 km². Hún
stækkaði um 2,5 km², þegar eldfjallaið Mt. Gordo gaus 1957-58. Nafn þess er dregið af vaxmyrtunni, sem mikið óx af
fyrrum og menn héldu að væri beyki.
Nafnið Flamengosdalur minnir á flæmska innflytjendur, sem byggðu
eyjuna á 16. öld. Konur
eyjarinnar eru snillingar í kniplingagerð úr agavegarni, tréskurði
(mjallhvítur fíkjuviður) og körfugerð.
Mikið er ræktað af korni, ávöxtum og ólífum.
Nautgriparækt og framleiðsla mjólkurvöru eru mikilvægar
atvinnugreinar. Horta er aðalhafnarbær
eyjarinnar og þar er líka aþjóðaflugvöllur.
Aðrir mikilvægir bæir eru Cedros og Feteira.
Áætlaður íbúafjöldi 1991 var 14.823. |