Opinbert
nafn landsins er
Bandaríki Mexíkós (Estados Unidos Mexicanos).
Norðurlandamærin liggja að BNA, að vestan og sunnan er
Kyrrahafið, að austan er Mexíkóflói og Karíbahaf og í suðaustri
eru landamærin að Gvatemala og Belize.
Heildarflatarmál þessa þríhyrningslagaða lands er 1.958.201 km².
Vegalengdin milli norðvestur- og suðvesturhornanna er 3000 km og
breiddin er á milli 223 km á Tehuantepeceiðinu og 1982 km í norðurhlutanum.
Mexíkó er þingbundið forsetalýðveldi.
Þingið starfar í tveimur deildum, öldunga- og fulltrúadeild
(128+500). Höfuðborgin er
Mexíkóborg. Opinbert tungumál
er spænska en opinber trúarbrögð eru engin.
Gjaldmiðillinn er peso = 100 centavos.
Landið
er auðugt af verðmætum jarðefnum, takmarkað land til ræktunar og mjög
hraða íbúafjölgun. Rúmlega
helmingur íbúanna býr í miðhlutanum og mun strjálbýlla er í þurrum
norðurhlutanum og hitabeltinu í suðurhlutanum.
Hugmyndir margra um hægfara og rólegt líf landsmanna, að þeir
séu flestir sjálfsþurftarbændur, eru langt frá sannleikanum.
Olían og ferðaþjónustan eru orðin aðalhvatar efnahagslífsins
og iðnvæðingin er á harða spretti víða um land.
.
|