Flóttinn
úr dreifbýlinu hefur valdið sprengingu í borgum landsins og tveir þriðju
hlutar landsmanna búa nú í eða við borgir.
Mexíkóborg er meðal stærstu borga í heimi, ef úthverfi og
samvaxnar byggðir eru teknar með í reikininginn.
Flestir landsmenn eru fátækir, þrátt fyrir félagslegar
framfarir allt frá sjöunda áratugnum.
Óðaverðbólga hefur geisað í landinu frá níunda áratugnum
og erlendar skuldir landsins orðið framförum að fótakefli.
Það
eru miklar andstæður í þessum vaxtarverkjum og hefðbundnu lífi fólks
í afskekktum byggðum dreifbýlisins.
Víða eru smáþorp byggð indíánum, sem hafa ekki efni á að
létta sér verkin og búa á sama hátt og forfeðurnir.
Það er enginn samnefnari milli glæsilegra minja fornra
menningarsamfélaga indíána (Chichén Itzá eða Tulum) og nýlendubæja
nútímans, s.s. Taxco eða Querétaro.
Nýlenduborgirnar eru þó fornlegar, þegar þær eru bornar
saman við nútímaborgina Mexíkóborg. Þessar miklu
menningar- og efnahagsandstæður og hin fjölbreytta náttúra gefa landinu hið sérstaka yfirbragð og
séreinkenni. |