Mexíkó tölfræði hagtölur,


MEXÍKÓ
TÖLFRÆÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúafjöldinn er að nálgast 106 milljónir (2006), fjöldi á km² er rúmlega 50 og u.þ.b. 73% íbúanna búa í borgum og þéttbýli.  Karlar eru 49,9% og konur 50,1%.

Aldursskiptingin er u.þ.b. eftirfarandi:  Yngri en 15 ára 35,9%, 15-29 ára 30,1%, 30-44 ára 18,2%, 45-59 ára 9,5%, 60-74 ára 4,8% og eldri en 75 ára 1,5%.

Áætlað er, að íbúafjöldinn verði 113 milljónir árið 2010 og tvöföldunartími hans er 27 ár.

Mestizo eru fjölmennastir, 60%, amerískir indíánar 30%, hvítt fólk 9% og aðrir þjóðflokkar 1%.  Fæðingartíðni á 1000 íbúa 1995 30,4 (heimsmeðaltal 25), 72,5% barna fædd í hjónabandi.  Dánartíðni á 100 0 íbúa 1995 4,8 (heimsmeðaltal 9,3).

Náttúruleg fjölgun á 1000 íbúa 1995 25,6 (heimsmeðaltal 9,3).

Fjöldi barna á hverja konu á barneigaraldri 3,1.

Fjöldi hjónabanda á 1000 íbúa 1994 7,2 og fjöldi skilnaða 0,4.

Lífslíkur karla við fæðingu 1994, 66,5 ár, og kvenna 73,1 ár.

Aðaldánarorsakir á 100.000 íbúa 1995:  Hjartasjúkdómar 69,8, krabbamein 52,9, slysfarir 39,0, sykursýki 36,6, heilasjúkdómar 25,7, skorpulifur 23,3, barnadauði 22,5, lungnabólga og flensa 21,6 og sjálfsmorð 17,1.

Rómversk katólskir eru 90,4%, mótmælendur 3,8% og önnur trúarbrögð 5,8%.

Helztu borgir landsins eru Mexíkóborg (10 millj.), Guadalajara (1,7), Ciudad Netzahualcóyotl (1,3), Monterrey (1,1), Puebla (1), Juarez (0,8), León (0,8), Tijuana (0,7), Mérida (0,6) og Chihuahua (0,5).

Árið 1994 höfðu 91,1% íbúða rafmagn, 82% rennandi vatn og 67,7% skolpleiðslur.

Árið 1992 höfðu 14,1% 15 ára og eldri enga menntun, 22,3% lágmarksmenntun, 20,7% grunnskólamenntun, 10,4% ófullkomna framhaldsmenntun og 8,3% æðri menntun.

Meðalvinnuvika 1995 var 43,4 klst.

Glæpatíðni miðuð við dóma á 100.000 íbúa 1991:  Morð 60,3, nauðganir 22,4, árásir 301,0, þjófnaðir 703,8.

Vinsælustu afþreyingarefnin á dag að meðaltali:  Kvikmyndahús 583 þúsund, leikhús 16.400, söfn og fornminjastaðir 12.170 og nautaat 3050.

Útvarp er á 96% heimila, sjónvarp 73%, þvottavélar 33%, fjölskyldubíll 29%, kæliskápur 23%. 

Heildarþjóðarframleiðsla u.þ.b. 315 milljarðar US$ (u.þ.b. 3.700 á mann).  Heildartekjur ríkisins u.þ.b. 214 milljarðar US$ og heildarútgjöld 221 milljaður US$.

Vaxtabyrði ríkisins 12,2% af þjóðartekjum.  Heildarskuldir ríkisins 1996 93,5 milljarðar US$.  Erlendir ferðamenn eyddu 6,2 milljörðum US$ 1995 og ferðir landsmanna til útlanda kostuðu 3,2 milljarða US$.

Framleiðsla landbúnaðar í tonnum 1995 nema annað sé tekið fram:  Sykurreyr 47 milljónir, maís 17, sorghum 5, hveiti 3,6, appelsínur 3,6, bananar 2,2, tómatar 2,2, þurrkaðar baunir 1,5, mango 1,4, sítrónur og límónur 1, epli 0,65, bygg 0,6, baðmullarfræ 0,6, greipaldin 0,54, hrísgrjón 0,46, sojabaunir 0,35, ananas 0,18, jarðarber 0,09, valhnetur 0,02.

Búfé:  Nautgripir 28,2 milljónir, svín 15,4, geitur 10,5, hestar 6,25, sauðfé 6, kalkúnar 3,55, múldýr 3,27, asnar 3,25, hænsni 368.

Timburframleiðsla 1995:  22 milljónir rúmmetra.

Fiskafli 1995 1,358 milljónir tonna.

Jarðefni:  Kopar, silfur, sink, gull, járn, blý, brennisteinn, gips, dólómít, flúrít, molybdenum (króm, stálblendi), magnesium, kísill, bismút og selestít.

Iðnaðarframleiðsla:  Vélar og tæki, matvæli, drykkjar- og tóbaksvörur, efnavörur, málmvörur, pappír- og pappírsafurðir, vefnaður.  Orkuframleiðsla í kílóvattstundum 1994, 144,3 milljarðar.  Kolaframleiðsla í rúmmetrum 1994, 8,9 milljónir.  Hráolíuframleiðsla í tunnum 1994, 972 milljónir.  Olíuvöruframleiðsla í tonnum 1994, 83,6 milljónir.  Gasframleiðsla í rúmmetrum 1994, 26,4 milljarðar.

Vinnuafl 1995, 39,4%.  Meðalfjölskyldustærð 1992, 4,8.  Tekjur meðalfjölskyldu 1989, 1.384.- US$ á ári.

Landnotkun:  25,5% skóglendi, beitiland 39%, ræktað land 13%, annað 22,5%.

Innflutningur 1996, US$ 89,5 milljarðar.  Aðalviðskiptalönd:  BNA 75,6%, Japan 4,4%, Þýzkaland 3,5%, Kanada 1,9%, Suður-Kórea 1,3% og Frakkland 1,1%.

Útflutningur 1996, US$ 97,9 milljarðar.  Aðalviðskiptalönd:  BNA 84%, Japan 1,4%, Kanada 1,2%, Ítalía 1,2%, Spánn 1% og Þýzkaland 0,7%.

Samgöngur:  Járnbrautir 1996, 26.623 km (1,8 milljarðar farþegakílómetrar; tonnkílómetrar vöruflutninga 37,3 milljarðar).  Vegakerfið 1996, 312.301 km (bundið slitlag 36%).  Fjöldi farartækja 1995:  Fólksbílar 8,33 milljónir, vörubílar og rútur 4,22 milljónir.  Flutningar í lofti 1996:  Farþegakílómetrar 20,76 milljarðar og tonnkílómetrar tæplega 2 milljarðar.

Læsi:  89,6% eldri en 15 ára, 91,8% karla, 87,4% kvenna. 

Heilbrigðismál 1994:  Fjöldi lækna 146 þúsund (1 á 613), sjúkrarými 75 þúsund (1 á 1200), barnadauði á 1000 íb., 17,5. 

Næring á dag er að meðaltali 3136 kalóríur (grænmeti og mjölvara 84%, kjöt 16%).

Hermál 1997:  Herafli 175 þúsund (landher 74,3%, sjóher 21,1%, flugher 4,6%).  Kostnaður við hermál nemur 1% af vergum þjóðartekjum (US$ 25.- á mann ; heimsmeðaltal 2,8%).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM